fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Natan hleraði íslenska vændiskaupendur – „Þetta samtal er svo áhugavert“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 11. júlí 2019 11:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Flestir Íslendingar ættu að kannast við það að hlera aðra Íslendinga í útlöndum. Enda algengt að Íslendingar tali óvarlega erlendis þar sem fáir skilja tungumálið.

Natan Kolbeinsson, fyrrverandi formaður Landssambands æskulýðsfélaga sem og ungliðahreyfingar Samfylkingarinnar í Reykjavík, greinir á Twitter frá því að hann hafi orðið vitni að slíkum samræðum í Amsterdam á dögunum.

Óhætt er að segja að þær samræður hafi þó verið bæði klúrar og vandræðalegar fyrir þá þar töluðu saman. „Sit hér á flugvellinum í Amsterdam að hlusta á tvo Íslendinga tala um vændiskonurnar sem þeir riðu í gær. Lítið vita þeir að ég er með slökkt á headphones og er bara hlusta á þá,“ segir Natan.

Þessir Íslendingar voru á því máli að löglegt vændi gæti aldrei þrifist á Íslandi. „Ísland gæti víst aldrei lögleitt þetta eins og Amsterdam því við erum svo mikið PC.  Væri víst líka bara útlendingar sem myndu vinna í þessu og það finnst þeim ekki gaman,“ skrifar Natan.

Hann hefur svo eftir þessu mönnum að þeim þyki þetta skemmtileg menning. „Það er víst líka gott að það eru bara konur í þessum gluggum. Að hafa gaura væri verið að skemma þessa skemmtilegu menningu. Þetta samtal er svo áhugavert,“ segir Natan.

Í athugasemdum er Natan spurður hvort hann hafi ekki örugglega upplýst þessa menn um að hann væri íslenskur og að hlusta á þá. „Síminn minn hringdi reyndar og ég spjallaði við ömmu svo þeir þögðu eftir það,“ svarar Natan.

Lokað er fyrir athugasemdir
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Í gær

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“
Fréttir
Í gær

Grunur um manndráp á Akureyri

Grunur um manndráp á Akureyri
Fréttir
Í gær

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“

„Enn eitt dæmi um þær ógöngur sem mannanafnanefnd leiðist út í“
Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi

Fara fram á gæsluvarðhald yfir fjórum erlendum mönnum vegna meints manndráps á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar

Grunnskólakennari segir neyðarástand ríkja – Mjög fáir nemendur í hverfisskólanum geta lesið fyrirsagnir í dagblöðum við lok 10. bekkjar