fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Ingvar ósáttur við Smart Parking: Svona fékk hann bílinn til baka

Ágúst Borgþór Sverrisson
Þriðjudaginn 2. júlí 2019 15:58

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ingvar Smári Birgisson, lögmaður og formaður SUS, er ekki sáttur við þjónustu Smart Parking, þjónustuaðila í bílageymslu, en hann fékk bílinn sinn skemmdan til baka úr umsjá fyrirtækisins eftir utanlandsferð. Smart Parking hefur lofað að bæta fyrir skemmdirnar en ekkert hefur orðið úr efndum. Ingvar, sem vill ekki ræða málið við fjölmiðla, gaf DV leyfi til að birta FB-færslu sína um málið og mynd af skemmdunum, er eftir því var leitað. Í færslunni segir hann:

„Ég kvarta ekki daglega yfir þjónustu fyrirtækja en í dag ætla ég að gera undantekningu. Í lok apríl ákvað ég að nýta mér þjónustu Smart parking. Þeir bjóða upp á að sækja bílinn við Keflavíkurflugvöll, geyma hann einhvers staðar á meðan utanlandsferð stendur og skutla svo bílnum að flugstöðinni við heimkomu. Þegar ég kom að bílnum eftir heimkomu, hafandi tekið við lyklunum við útganginn á flugstöðinni, var búið að keyra utan í bílinn minn á meðan hann var í umsjá Smart Parking.

Ég kvartaði rakleiðis í starfsmanninn á svæðinu og benti honum á skemmdirnar. Hann lofaði öllu fögru og benti mér á að senda tölvupóst. Það gerði ég og fékk jákvæðan tón fyrst um sinn. Nú eru liðnir tveir mánuðir og Smart Parking hefur ekki svarað mér þrátt fyrir fjölda ítrekana og símtala.

Ég hvet fólk til þess að hugsa sig tvisvar um áður en þjónusta Smart Parking er notuð. Þú færð kannski ekki bílinn aftur í heilu lagi.“ 

Í 19. grein laga um þjónustukaup segir:

Seljandi þjónustu ber áhættu af tjóni, eða rýrnun, sem verður áður en hann skilar af sér verki nema hann sýni fram á að tjónið sé vegna atvika sem ekki eru á hans valdi.“ 

Raunar má skilja af færslu Ingvars að Smart Parking hafi játað skaðabótaskyldu sína en illa virðist ganga að fá þá til að standa við fyrirheit þar um.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Í gær

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar
Fréttir
Í gær

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri

Maður á sjötugsaldri í gæsluvarðhald vegna andláts konu á Akureyri
Fréttir
Í gær

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga

Manndrápsmálið á Suðurlandi – Hinn látni sagður hafa hringt í kærustu sína skömmu fyrir andlátið og sagst hafa fallið úr stiga
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“

Sigmar harðorður um stöðuna hér á landi – „Þetta er hálf­gerð sturlun“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“

Kristján Berg veit betur núna og biðst afsökunar: „Það verður að hlúa betur að fólki með geðræn vandamál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“

Þingmaður bendir á athyglisverða staðreynd – „Með brotabroti af útgjöldum okkar til hersins höfum við náð þessum árangri gegn Rússlandi“