fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Fær ekki vinnu þó hún sé íslensk og tali góða íslensku: „Fyrir þeim er ég bara annar útlendingur að stela vinnu frá Íslendingum“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 1. júlí 2019 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það merkilega við að sækja um hjá fyrirtækjum á Íslandi er að þau lesa oft ekki lengra en nafn mitt. Fyrir þeim er ég bara annar útlendingur að stela vinnu frá Íslendingum.“

Þetta segir Chastity Rose Dawson, 23 ára kona, sem hefur gengið erfiðlega að fá vinnu hér á landi. Chastity segist gruna að það hafi eitthvað með það að gera að hún heitir ekki mjög íslensku nafni þótt hún sé íslenskur ríkisborgari og tali mjög góða íslensku.

Sótt um yfir þúsund störf

Chastity er hálfur Íslendingur og hálfur Bandaríkjamaður og hefur hún varið um það bil jafn löngum tíma á Íslandi og í Bandaríkjunum á ævi sinni. Hún flutti heim til Íslands frá Bandaríkjunum í desember 2017 til að fara í nám í flugvirkjun. Hún útskrifast úr því námi á næsta ári en er auk þess sem bakgrunn í viðskiptafræði.

Undanfarnar vikur hefur hún sótt um hvert sumarstarfið á fætur öðru en nær ávallt komið að lokuðum dyrum. „Ég hef búið jafn mikið á Íslandi og ég hef búið í Bandaríkjunum og tel íslenskukunnáttu mína vera uppá 9,5. Ég hef sótt um vel yfir 1000 vinnur hér á Íslandi síðustu 5 árin,“ segir hún. Chastity hefur þó þurft að gera sér að góðu að vinna láglaunastörf sem margir aðfluttir útlendingar hér á landi sinna.

Þarf vinnu til að borga reikninga

Chastity segist hafa sótt um vinnu sem gjaldkeri í bönkunum í fyrra í ljósi bakgrunns síns í viðskiptafræði. Hún segist ekki einu sinni hafa fengið svar frá bönkunum og á endanum sótt um að þrífa bíla hjá bílaleigu í Keflavík. „Þeim leyst ekkert á að ég væri svona góð í ensku og íslensku, svo ég vann sem sölufulltrúi að leigja út bíla,“ segir hún og bætir við að hún hafi verið á lágmarkslaunum við það. Svo kveðst hún hafa sótt um á kaffihúsum, raftækjabúðum og öll störf á Keflavíkurflugvelli sem voru í boði meðan hún var í skóla.

„Ég fékk nokkur svör að ég hafi ekki fengið starfið, en flestir svöruðu ekki einu sinni. Ég fékk hins vegar starf hjá Súfistanum í Hafnarfirði þegar ég labbaði inn og spurði um vinnu helst strax,“ segir hún en kveðst þurfa aukavinnu í sumar til að borga reikninga þegar skólinn byrjar aftur. Hún segir að hún endi trúlega með að sækja um vinnu við að þrífa bíla hjá bílaleigu, til þess að fá starf sem fyrst.

„Haa? Bíddu, talar þú íslensku?“

Í færslu á Facebook lýsti Chastity svo dæmigerðu samtali sem hún hefur fengið frá starfsmannastjórum eða áhugasömum fyrirtækjum.

„Ég hef alveg lent í því að það er hringt í mig frá fyrirtækjum og það er byrjað á því að tala við mig á ensku þótt atvinnuumsókn mín er á íslensku.

“Afsakið, talar þú Íslensku?”
“Haa? Bíddu, talar þú íslensku?”
“Já? Umsókn mín er á íslensku og ég er Íslensk”
“Ja hérna hér… mikið talar þú góða íslensku”
Næsta umsókn mun ég kynna mig sem Skírlífi Rósa Gísladóttir- þá verður mér líklegast tekið alvarlega,“ segir hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út

Spáir ekki dropa úr lofti í Reykjavík fyrr en í maí – Sumarið lítur sérstaklega vel út
Fréttir
Í gær

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“

Íbúar brjálaðir út í Hafnarfjarðarbæ: „Þetta er til háborinnar skammar og engin lausn“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat

Réðst á dreng sem ætlaði að gera dyraat