fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2024
Fréttir

Verður nýtt neftóbak fáanlegt á Íslandi?

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. júní 2019 08:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Svo gæti farið að aðrar tegundir neftóbaks en hið íslenska verði seldar á Íslandi. Sölustöðvun ÁTVR á öðru neftóbaki en því íslenska var aflögð í lok maímánaðar og verður hún ekki tekin upp að nýju nema stjórnvöld grípi með einhverjum inn í.

Fjallað er um þetta í Viðskiptablaðinu í dag.

ÁTVR framleiðir íslenska neftóbakið en neysla þess hér á landi hefur aukist mjög á undanförnum árum. Er sú aukning einkum rakin til ungra karla sem nota tóbakið í vör. Um aldamót seldust um tíu tonn af neftóbaki en á liðnu ári seldust tæp 45 tonn.

Í umfjöllun Viðskiptablaðsins kemur fram að engar umsóknir um markaðssetningu á nýju neftóbaki hafi borist. Ef þær munu berast verður skoðað hvort réttlætanlegt sé fyrir ÁTVR að halda áfram sölu á eigin neftóbaki.

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga