fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Kanna nýtingu jarðhita við Bolöldu á Hellisheiði

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 18. júní 2019 07:50

Fær Hellisheiðarvirkjun nágranna?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jarðhitafyrirtækið Reykjavík Geothermal hefur fengið úthlutað rannsóknarleyfi vegna rannsókna á háhita við Bolöldu á Hellisheiði. Fyrirtækið, sem var stofnað 2008 af Guðmundi Þóroddsyni fyrrum forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, hefur að undanförnu einbeitt sér að verkefnum erlendis.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Haft er eftir Gunnari Erni Gunnarssyni, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, að það hefði ekki sótt um rannsóknarleyfið nema það teldi svæðið áhugavert. Hann sagði að fyrirtækið telji að svæðið geti staðið undir allt að 100 MW virkjun af uppsettu afli en það hafi þó ekki verið rannsakað.

Haft er eftir Gunnari Erni að stefnt sé á að rannsóknir hefjist á þessu ári en leyfið gildir til ársloka 2021. Stefnt sé á að einhverjar niðurstöður liggi fyrir innan þess tíma um hvort svæðið sé áhugavert eða ekki. Ef það sé áhugavert taki langt ferli við.

Rannsóknir sem íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) gerðu á svæðinu gáfu einhverjar vísbendingar um stöðuna á því. Haft er eftir Gunnari að farið verði í þessar rannsóknir í einhverju samstarfi við ÍSOR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi