fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Femínistar breyta dómnum yfir Hildi Lilliendahl

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 18. júní 2019 15:10

Hildur Lilliendahl Viggósdóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á femínísku Facebook-síðunni KÞBAVD, eða Konur þurfa bara að vera duglegri, hefur dómi í meiðyrðamáli gegn Oddnýju Arnarsdóttur og Hildur Lilliendahl Viggósdóttur verið breytt. Nýtt orðalag gefur í skyn að þær hafi ekkert gert rangt. Ekki er útilokað að síðan sé tengd Hildi en árið 2017 ræddi hún við Stundina um vefsíðu með sama nafni.

Hvað sem því líður þá hefur orðum í dómnum verið breytt og í stað til dæmis orðins „réttarríkishugsjónin“ stendur nú „feðraveldið“ og í stað „borgara“ stendur nú „konur og jaðarhópar“. Myndir af þessu má sjá hér fyrir neðan.

Lýsing KÞBAVD sem fylgir með myndunum er í fremur kaldhæðnum tón: „Dómurinn yfir Hildi og Oddnýju, glæpakvendunum sem ögruðu þeirri grundvallarsýn samfélagsins að æra karla sé heilagri en friðhelgi kvenna, er í yfirlestri sem stendur. Það þurfti að skerpa aðeins á ákveðnum atriðum eins og sjá má á meðfylgjandi myndum.“

Hildur og Oddný voru dæmdar í Héraðsdómi Reykjavíkur til greiðslu miskabóta vegna ummæla sem þær létu falla á samfélagsmiðlum um tvo menn tengda meintu nauðgunarmáli í Hlíðahverfi haustið 2015. Oddný var dæmd til að greiða hvorum manni 220.000 krónur og Hildur 150.000 krónur.

Mennirnir voru hins vegar ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald og af þeirri ástæðu reis upp mikil mótmælaalda. Oddný og Hildur skipulögðu þá mótmæli fyrir utan lögreglustöðina á Hlemmi. Rannsókn á hinum meintu brotum leiddi ekki til ákæru og felldi ríkissaksóknari það niður í júní 2016.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi