fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Norwegian fjölgar ferðum frá Íslandi: Fimm ferðir til Tenerife og tvær til Las Palmas

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 13. júní 2019 09:30

Vél frá Norwegian. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norska lággjaldaflugfélagið Norwegian mun fljúga tvisvar í viku frá Íslandi til Las Palmas frá og 30. október næstkomandi. Að sama skapi mun félagið fljúga fimm sinnum í viku til Tenerife frá 27. Október. Ferðirnar til Las Palmas verða farnar á miðvikudögum og laugardögum en ferðirnar til Tenerife alla daga vikunnar nema miðvikudaga og föstudaga.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Norwegian sem Vísir vitnar til.

Norwegian hefur flogið frá Íslandi til Spánar frá árinu 2016 og hafa ófáir Íslendingar nýtt sér þann valkost.

Í frétt Túrista um málið kemur fram að aðeins verði flogið til áramóta en þó er bent á að hægt sé að bóka ferðir út mars á næsta ári. Ódýrustu farmiðarnir, án tösku, eru á tæpar þrettán þúsund krónur.

Norwegian býður einnig upp á ferðir frá Íslandi til Madríd, Barcelona, Alicante, Osló og Bergen.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Í gær

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla

Össur segir Jóni Gnarr að hætta að væla
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun

Mætti tveimur rottum í Skeiðarvoginum í morgun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis

Fullt hús á netöryggisráðstefnu Syndis