fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Engin áfrýjun: Valur Lýðsson sættir sig við 14 ára dóminn fyrir morðið á bróður sínum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 27. maí 2019 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórtán ára dómi yfir Val Lýðssyni fyrir að hafa orðið bróður sínum, Ragnari, að bana á heimili Vals að Gýgjarhóli II í Bláskógabyggð í fyrra verður ekki áfrýjað til Hæstaréttar. Mbl.is greindi frá. Valur fékk sjö ára dóm fyrir glæpinn í héraðsdómi en ákæruvaldið áfrýjaði þeim úrskurði til Landsréttar sem þyngdi dóminn yfir Val í 14 ár. Ingi Rafn Ragnarsson, sonur Ragnars, rakti í langri grein, sem dv.is birti, aðdraganda glæpsins og glæpinn sjálfan, frá hans sjónarhóli.

Hvorki ákæruvaldið né Valur hafa áfrýjað dómnum til Hæstaréttar og stendur hann því óbreyttur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt