fbpx
Laugardagur 11.júlí 2020
Fréttir

Hafrún segir að TINNA hafi bjargað lífi hennar: „Ég var í rauninni bara að gefast upp á lífinu“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 15. maí 2019 14:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ástæðan fyrir því að ég ákvað að skoða TINNU var að ég var í rauninni bara að gefast upp á lífinu; það var allt orðið svolítið erfitt, skólinn og barnið og allt,“ segir Hafrún Ósk, móðir tíu ára drengs.

Hafrún er fyrrverandi skjólstæðingur TINNU, fjölskyldueflingar í Breiðholti á vegum velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, sem hlaut í dag Fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna á Íslandi á alþjóðlegum degi fjölskyldunnar.

Rjúfa vítahring fátæktar

Félags- og barnamálaráðherra, Ásmundur Einar Daðason, afhenti viðurkenninguna sem veitt er til að heiðra og vekja athygli á framúrskarandi góðu starfi hér á landi í þágu barnafjölskyldna.

TINNA er tilraunaverkefni sem sett var á laggirnar árið 2016 í samvinnu við Velferðarráðuneytið. Verkefnið heyrir undir þjónustumiðstöð Breiðholts og er staðsett í fjölskyldumiðstöðinni í Gerðubergi.

Tilgangur TINNU-verkefnisins er að auka lífsgæði foreldra og barna, rjúfa vítahring fátæktar og um leið félagslega arfinn, það er að auka líkurnar á að börnum þessara foreldra vegni betur í framtíðinni en foreldrunum.

Sjúklega þunglynd

Hafrún segir sögu sína og reynsluna af TINNU í myndbandi sem má sjá hér neðst. Í tilkynningu frá SOS Barnaþorpum kemur fram að hún hafi flutt tilfinningaþrungna ræðu við athöfnina í dag og sagt reynslusögu sína. Hafrún er sem fyrr segir einstæð móðir tíu ára drengs og segir hún að TINNA hafi bjargað þeim mæðginum.

„Áður en ég byrjaði hjá Tinnu þá var ég alveg sjúklega þunglynd og átti erfitt með að díla við lífið. Stráknum mínum leið illa, hann æfði ekki neitt og gekk illa í skólanum og sambandið á milli okkar var voðalega stirt,“ segir Hafrún í myndbandinu hér undir. Eftir að mæðginin kynntust TINNU tók líf þeirra beggja mjög jákvæðum breytingum.

„Í dag þá líður mér rosalega vel og er bara andlega mikið meira tilbúin í lífið og ég er í 50% vinnu og er í háskólanum að læra að verða kennari. Strákurinn er að æfa körfubolta, gengur betur í skólanum og er bara rosalega ánægður með lífið. Sambandið á milli okkar er mikið nánara en það var,“ segir Hafrún.

Hún segir að prógrammið hafi verið sett þannig upp að henni hafi farið að líða betur, bein afleiðing að betri líðan hafi verið að hún hafi verið tilbúin að fara í vinnu og svo koll af kolli.

Ætti að vera á öllum þjónustumiðstöðvum

„Í stuttu máli finnst mér að Tinna ætti að vera á öllum þjónustumiðstöðvum, skiptir engu máli hvar á landinu af því að þetta er svo einstaklingsmiðað og þær gera allt til að þér líði sem best og til að barninu þínu líði sem best,“ segir Hafrún og bætir við að hún hafi fengið sæti í starfshópi í velferðarráðuneytinu en hlutverk hans var að koma með tillögur sem myndu nýtast við gerð frumvarps um breytta fjárhagsaðstoð til einstaklinga.

„Þetta frumvarp snýst ekki bara um fjárhagsaðstoðina heldur meira að koma fólkinu út í virkni þannig að það geti mögulega einhvern tímann seinna hætt að fá fjárhagsaðstoð og gert eins og ég; farið að vinna, kannski í skóla og liðið betur í lífinu.“

Í umsögn valnefndar SOS Barnaþorpanna um TINNU segir:

TINNA endurspeglar gildi SOS Barnaþorpanna um mikilvægi fjölskyldunnar og að börn geti alist upp í ástríku og öruggu umhverfi. Starfsfólk TINNU vinnur persónulegt og óeigingjarnt starf, oft utan hefðbundins vinnutíma, í þágu barnafjölskyldna í Breiðholti. Fjölskylduefling er einn af stærstu þáttunum í starfsemi SOS Barnaþorpanna og hefur komið í veg fyrir aðskilnað hundruð þúsunda barna frá foreldrum sínum í 126 löndum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Bruninn á Bræðraborgarstíg: Áfram í gæsluvarðaldi

Bruninn á Bræðraborgarstíg: Áfram í gæsluvarðaldi
Fréttir
Í gær

Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur

Dramatískar sviptingar í málinu gegn „stjörnunuddaranum“ – Högg fyrir meinta þolendur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Samherjamálið fyrir rétti í Namibíu – Segir þúsundir manna hafa misst vinnuna og suma hafa svipt sig lífi

Samherjamálið fyrir rétti í Namibíu – Segir þúsundir manna hafa misst vinnuna og suma hafa svipt sig lífi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hvalfjarðargangamálið: framleiddu spíttið úr pólskum barnamat – Aðkoman að bústaðnum var hræðileg

Hvalfjarðargangamálið: framleiddu spíttið úr pólskum barnamat – Aðkoman að bústaðnum var hræðileg