fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Smári: Steiktu Kóreumenn upp úr lýsi? – „Gæti nú allt eins talist stríðsglæpur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 19. apríl 2019 10:44

Smári McCarthy

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Framlag Íslands til mannúðarmála í Kóreustríðinu 1951 var matarolía að verðmæti $45400 USD.“ Þetta segir ‎Smári McCarthy‎, þingmaður Pírata, innan Facebook-hópsins Algjörlega óáhugaverðar stjórnmálaupplýsingar. Hópurinn er nokkuð vinsæll meðal íslenskra stjórnmálamanna og hafa nokkrar umræður sprottið úr þessu innleggi Smára.

Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, bendir á að þetta hafi verið lýsi en ekki matarolía og vísar í frétt frá þessum tíma. „Í byrjun þessa mánaðar var samþykkt á fundi ríkisstjórnarinnar að leggja fram 125 tonn af þorskalýsi til nauðstaddra barna í Kóreu og skoðast lýsið sem beint framlag til Sameinuðu þjóðanna frá Ríkisstjórn Íslands,“ segir í þeirri frétt.

Smári svarar þessu og veltir fyrir sér hvort Kóreumenn hafi í raun eldað upp úr lýsinu. „Sumsé, einhver hélt að það væri góð hugmynd að steikja upp úr lýsi? Eða hefur 식용유 breiðari merkingu? Úff. Þetta jaðrar við að vera áhugavert,“ spyr Smári.

Andrés svarar til baka: „Eins og fólk hafi ekki þurft að þola nóg, þá hafi það fengið stirfry með lýsisbragði?“ Alexandra Bríem, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, bætir við þetta: „Það gæti nú allt eins talist stríðsglæpur ef við gerðum þeim það.“ Unnar Þór Sæmundsson, gjaldkeri Pírata, segir engan vafa á því: „Alexandra ég er nokkuð viss um að senda 125 tonn af lýsi sem „gjöf“ er stríðsglæpur.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pétur Einarsson látinn
Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi