fbpx
Sunnudagur 12.júlí 2020
Fréttir

Inga Sæland ósátt og vill efla lögregluna: Jóhann – „Við erum nánast að drukkna í svona málum“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 18. apríl 2019 21:00

Inga Sæland

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Við einfaldlega verðum að efla lögregluna og allt það kerfi sem vinnur við þennan erfiða og viðkvæma málaflokk,“ segir Inga Sæland, þingmaður og formaður Flokks fólksins.

Inga deilir frétt Vísis á Facebook-síðu sinni í dag en þar var fjallað um mikla aukningu í fjölda tilfella í málum ríkisborgara utan EES sem framvísa fölsuðum skilríkjum hér á landi með það fyrir augum að fá atvinnuleyfi. Einn slíkur, karlmaður á þrítugsaldri, var handtekinn í banka í Reykjavík í gær með fölsuð skilríki frá Rúmeníu.

Jóhann Karl Þórisson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að umræddur maður hafi líklega verið frá Georgíu sem er utan EES. Rúmenía er aftur á móti innan EES og virðist maðurinn hafa ætlað að freista þess að fá kennitölu hér á landi sem EES-borgari. Maðurinn hafði komið hingað til lands á sínum tíma en verið vísað úr landi eftir að hafa dvalið á Íslandi of lengi.

Lögum samkvæmt mega ríkisborgarar utan EES koma hingað sem ferðamenn og dvelja hér í allt að þrjá mánuði. Þeir mega ekki vinna nema að undangengnu leyfi Útlendingastofnunar. Þetta þarf þó að liggja fyrir áður en viðkomandi kemur til landsins. Jóhann sagði að þetta væri í gerast í auknum mæli; menn kaupi fölsuð skilríki og komi hingað sem ferðamenn. Svo fara þeir í bankann sem sækir um kennitölu. Að þessu loknu geta menn byrjað að vinna. Jóhann sagði að margir þessara manna væru í þeim sporum að fá eina evru á tímann heima hjá sér, en hér fái þeir þrettán evrur í lágmarkslaun.

Jóhann sagði við Vísi að þessi aukning krefjist mikillar vinnu hjá lögreglu. „Við erum í rauninni nánast að drukkna í svona málum. Það komu tvö í gær og þrjú um helgina og þetta er bara endalaust.“

Inga Sæland kallar eftir því að lögreglan verði efld til að hún ráði betur og á skilvirkari hátt við mál af þessu tagi. „Fjárskortur frá hinu opinbera á aldrei að vera fyrirstaða þegar kemur að því að upplýsa um skipulagða glæpastarfssemi sem hér er að skjóta rótum.“

Frétt Vísis frá því í gær.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Katrín svarar Kára

Ekki missa af

Ja-ja ding dong
Fréttir
Í gær

Íbúar í Rimahverfi kvarta enn yfir „ofbeldis“ólykt – Stybban sögð rýra verðgildi fasteigna

Íbúar í Rimahverfi kvarta enn yfir „ofbeldis“ólykt – Stybban sögð rýra verðgildi fasteigna
Fréttir
Í gær

Guðjón sekur um stórfelldan fjárdrátt – hafði 17 milljónir úr Björgunarfélagi Árborgar

Guðjón sekur um stórfelldan fjárdrátt – hafði 17 milljónir úr Björgunarfélagi Árborgar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Geymslutækni fornra íkorna gæti bjargað forðabúrum jarðar

Geymslutækni fornra íkorna gæti bjargað forðabúrum jarðar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rektor Háskólans á Akureyri segir að húsin séu í góðu ástandi og Sigurður sé að ýkja

Rektor Háskólans á Akureyri segir að húsin séu í góðu ástandi og Sigurður sé að ýkja
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórólfur bregst við gagnrýni frá læknum – „Fjarri öllu lagi“

Þórólfur bregst við gagnrýni frá læknum – „Fjarri öllu lagi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mál lektorsins komið til ákærusviðs

Mál lektorsins komið til ákærusviðs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur nauðgari með réttargæslumann brotaþola á vitnalista

Meintur nauðgari með réttargæslumann brotaþola á vitnalista
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bilun í sorpbrennslustöð á Suðurnesjum – Slökkvilið og lögregla á vettvang

Bilun í sorpbrennslustöð á Suðurnesjum – Slökkvilið og lögregla á vettvang