fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Þetta sprengdi hausinn á Einari Bárðar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 17. apríl 2019 13:22

Myndin er samsett.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að Einar Bárðarson athafnamaður heldur ekki vatni yfir nýrri heimildarþáttaröð sem sýnd er í sjónvarpi Símans. Þættirnir fjalla um kenningar Boris Quatram, þýsks rannsóknarblaðamanns, í Geirfinnsmálinu.

„Þessi heimildarmynd sprengdi á mér hausinn í nótt – fyrsti þátturinn fer rólega af stað ……. en Búmm. Er búið að leysa Geirfinns málið?,“ skrifar Einar á Facebook og deilir stiklu um þættina.

Meðal þess sem kemur fram í þáttunum er að eiginkona Geirfinns hafi átt elskuhuga. Sá maður heitir Vilhjálmur. Hann virðist hafa verið í Keflavík um það leyti sem Geirfinnur hvarf. Maðurinn býr núna í Þýskalandi og Boris Quatram hafði upp á honum við gerð heimildarmyndarinnar.

Þáttunum er lýst svo í kynningarefni: „Quatram fer aftur til upphafs rannsóknarinnar og skoðar fyrst það sem lögreglan lét vera að rannsaka og leitar svara um af hvaða hvötum það var gert. Sú vegferð dregur hann á myrkrar slóðir íslensks samfélags, þar sem margar nýjar og óvæntar staðreyndir koma í ljós. Sumir þræðirnir teygja sig langt út fyrir Ísland. Þessi áhrifamikla saga dómsmorða, sem hvíldu sem mara á íslensku þjóðfélagi um fjögurra áratuga skeið er sögð í fjórum þáttum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Í gær

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus