fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Lögreglan sló Jón Gnarr algjörlega út af laginu með þessu svari – „Mér brá að sjá þetta“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 15. apríl 2019 15:52

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jón Gnarr, skemmtikraftur og fyrrverandi borgarstjóri, deilir nú á Twitter við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu. Upphafið má rekja til færslu Gísla Marteins Baldurssonar, sjónvarpsmanns og fyrrverandi borgarfulltrúa, vegna sekta á nagladekk. Jón er á því máli að svar lögreglunar við spurningu Gísla sé óeðlilegt og vegi að þeim sem búa í miðborginni.

Fyrr í dag skrifaði Gísli Marteinn eftirfarandi og merkti sérstaklega lögregluna: „Kæra @logreglan. Ég veit að það á að taka tillit til aðstæðna, en engu að síður er bannað að vera á nöglum núna. Það grefur undan trausti á lögreglunni ef það er matsatriði hvort það eigi að framfylgja lögum. Naglar drepa fleiri en þeir bjarga.“

Lögreglan var ekki lengi að svara og miðað við fjölda læka þá eru fleiri sammála henni en Gísla Marteini. „Það er ekki bannað að vera á nöglum núna ef færi krefst þess. Það er enn vetrarfærð sumstaðar annarsstaðar en í 101 og margir sem eru á faraldsfæti um páskana. Það sem grefur frekar undan lögreglu er að vera ekki mannleg og framfylgja í blindni,“ er skrifað í nafni Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Jón Gnarr gerir athugasemd við þetta svar og segir fyrst: „Mér finnst soldið óþægilegt að þú skulir tiltaka sérstaklega þetta póstnúmer. Afhverju gerir þú það?“

Lögreglan svarar þessu ekki en Alda nokkur gerir það. „Ég skal svara. Það er vegna þess að sá eða þeir sem sjá um Twitter-aðgang @logreglan eru með svo þröngsýnir að þeir vilja endilega halda áfram espa upp pólaríserað röfl um „101 á móti hinum“, sem er umræða sem ég hélt að væri búin annarstaðar en hjá leiðinlegum rasistafrændum. Svo er það ekki einu sinni faktískt rétt, því ég hélt að @gislimarteinn væri í 107.“

Jón bætir þá við í öðru tísti: „Þetta er gríðarlega gildishlaðið tíst finnst mér hjá þeim. Mér brá að sjá þetta“ Hann segir svo í öðru tísi: „Ég aftur á móti bý í 101 ásamt 16.000 öðrum Reykvíkingum og það stuðar mig alltaf þegar við erum tekin út með þessum hætti. Mér finnst mjög óþægilegt að lögreglan geri það“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“