fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Erla segir Facebook-herferð gegn sjálfsvígum gera lítið gagn: Ekki setja pressuna á vini og ættingja – setjum hana á stjórnvöld

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 26. mars 2019 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég sé hér á Facebook að fólk er að deila skilaboðum að það sé alltaf einhver vinur eða fjölskyldumeðlimur tilbúinn til að hlusta, og bæta við hasstagginu #sjálfsvígsforvarnir. Ég veit að þetta er gert af góðum hug en að mínu mati er engin sérstök sjálfsvígsforvörn í því að haga sér bara eins og almennileg manneskja og vera til staðar fyrir þitt fólk.“

Þetta segir blaðakonan Erla Hlynsdóttir á Facebook en hún þekkir málefnið af eigin raun þar sem faðir hennar, Hlynur Þór Magnússon, svipti sig lífi um jólin 2017. Ekki er vitað hvort hann hafi látist á aðfangadag eða jóladag. Erla var einkadóttir hans.

Erla segir að ekki sé hægt að lækna þunglyndi einungis með því að hlusta á viðkomandi. „Þegar þínir nánustu eru í sjálfsvígshugleiðingum þurfa þeir hins vegar á læknisaðstoð að halda og enginn skal halda að honum hafi mistekist að koma í veg fyrir sjálfsvíg því hann var ekki nógu duglegur að hlusta,“ segir Erla.

Hún bætir við að þrýstingurinn eigi fyrst og fremst að vera á ríkið en ekki ættingja eða vini. „Geðsjúkdómar eru grafalvarlegur vandi sem fjársvelt heilbrigðiskerfi er ekki að sinna sem skyldi. Setjum pressuna á stjórnvöld, ekki á vini og ættingja. Við ætlumst ekki til þess að vinir okkar hlúi að beinbrotum og nýrnabilunum. Þunglyndi er raunverulegur sjúkdómur – og lífshættulegur – og á að vera meðhöndlaður sem slíkur. Til þess þurfum við hins vegar alvöru heilbrigðiskerfi og það er einfaldlega ekki til staðar.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“

Þorgils vill erfðafjárskattinn burt: „Einhver ranglátasti skattur sem lagður er á í dag“
Fréttir
Í gær

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð

Ástþór hvetur fólk til að passa sig á þessu: Ævintýrið getur fljótt breyst í martröð
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi

Flassari fyrir dóm – Sakaður um að hafa sýnt af sér ósiðlegt og lostugt athæfi
Fréttir
Í gær

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni

Ósátt við myndatöku af hnúajárni og „neyslupokum“ en fær hvorki bætur né afslátt af húsaleigunni
Fréttir
Í gær

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“

Alræmdur glæpamaður laus undan bagga fortíðar í augum dómara -„Ég skal berja og lemja þig alveg eins og harðfisk“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“

Guðlaugur Þór leiðréttir útbreiddan misskilning: „Þrátt fyr­ir þessa staðreynd flýg­ur sag­an áfram“