fbpx
Laugardagur 20.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Rafmagnslaus bátur og leit að fólki á Langjökli

Kristján Kristjánsson
Mánudaginn 25. mars 2019 07:35

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um miðnætti var björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar í Neskaupstað kallað út vegna vélarvana báts. Fljótlega kom í ljós að báturinn var ekki vélarvana en á hinn bóginn var hann að hluta rafmagnslaus og án siglingatækja af þeim sökum. Bátnum var fylgt til hafnar í Neskaupstað og var hann kominn þangað á þriðja tímanum í nótt.

Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út í nótt til leitar að fólki á Langjökli. Fólkið var á þremur jeppum og óttuðust aðstandendur þess um það. Sjö jeppar voru sendir til leitar og tókst fljótlega að staðsetja fólkið en það er ekki langt frá Þórisjökli sunnan Langjökuls. Um hálf átta sá björgunarsveitarfólk til jeppanna segir í tilkynningu frá Landsbjörg. Þeir eru töluvert sunnan Langjökuls, rétt norðan við Skjaldbreið. Björgunarsveitarfólk er rétt ókomið til bílanna en ekki er talið að neitt ami að fólkinu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“

Kolbeinn hvetur foreldra til að senda börn sín í sveit: „Honum fannst ég alger aumingi fyrst“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia

Björn Óli Hauksson lætur af störfum sem forstjóri Isavia
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Gúrkutíð hjá innlendum kartöfluframleiðendum – Ríkið neitar að bregðast við

Gúrkutíð hjá innlendum kartöfluframleiðendum – Ríkið neitar að bregðast við
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Er Simmi Vill hinn sanni maður fólksins? – Segir að sér þrengt: „Ég drekk svart kaffi og elska Íslenskar hefði“

Er Simmi Vill hinn sanni maður fólksins? – Segir að sér þrengt: „Ég drekk svart kaffi og elska Íslenskar hefði“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ísak líkir andstæðingum orkupakkans við þá sem telja að jörðin sé flöt – „Hliðstæðurnar eru grátbroslegar“

Ísak líkir andstæðingum orkupakkans við þá sem telja að jörðin sé flöt – „Hliðstæðurnar eru grátbroslegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mikil fita gerir Skagamönnum erfitt fyrir – Ekkert leyndarmál hvað veldur

Mikil fita gerir Skagamönnum erfitt fyrir – Ekkert leyndarmál hvað veldur