fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Unglingapartý í Breiðholti og átta grunaðir um akstur undir áhrifum

Erla Dóra Magnúsdóttir
Sunnudaginn 24. mars 2019 09:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði í nógu að snúast í nótt. Átta ökumenn voru stöðvaðir, grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis eða fíkniefna og fimm ökumenn voru stöðvaðir í Ártúnsbrekku fyrir að aka of hratt.

Einn ofangreindra ökumanna var handtekinn og færður í fangageymslu, enda hafði jafnframt verið tilkynnt að hann hafi verið að stela verðmætum úr verslun, annar ökumannanna reyndist vera eftirlýstur vegna afplánunar refsingar.

Í hverfi 108 þurfti lögregla að hafa afskipti af manni sem var í annarlegu ástandi á heilbrigðisstofnun. Hann var færður á lögreglustöð til að sofa úr sér, en hann er grunaður um ofbeldi gegn opinberum starfsmanni, eignaspjöll og fleira.

Í miðborginni var tilkynnt um líkamsárás á veitingahúsi. Þolandinn fékk sár á höfuðið en vildi ekki leita sér læknisaðstoðar.

Á Bústaðavegi var ekið á ljósastaur. Engin meiðsl urðu á fólki en bifreiðina þurfti að draga af vettvangi.

Í Hafnarfirði var tilkynnt um innbrot í heimahúsi. Þar hafði gluggi verið spenntur upp og verðmætum stolið.

 Maður var handtekinn á veitingastað í Smáralind, grunaður um líkamsrás og hótanir.

Í Breiðholti hafði lögregla afskipti af unglingapartý. Þar hafði 15 ára unglingur haldið partý, gestir voru allir unglingar og um 35 talsins. Áfengisumbúðir voru sjáanlegar og enginn fullorðinn á svæðinu. Lögregla leysti upp partýið og tilkynnti til húsráðenda og barnaverndar.

Ölvaður maður var handtekinn í Árbænum. Hann var gestur í húsnæði þar og hafði í hótunum við húsráðendur.  Maðurinn var erlendur, nýkominn til landsins og hafði á engan annan stað að leita. Hann fékk því að eyða nóttinni í fangageymslu lögreglu.

Bíll valt við Gullinbrú, engin meiðsl á fólki en bifreiðina þurfti að flytja af vettvangi af dráttarbifreið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi