fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hótelgesturinn sofnaði ölvunarsvefni inni á klósetti – Kona varð fyrir grjóti í Esjunni

Kristján Kristjánsson
Þriðjudaginn 19. mars 2019 05:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á þriðja tímanum í nótt var lögreglan kölluð að hóteli í Reykjavík en þar hafði gestur farið á klósettið en skilaði sér ekki þaðan út og svaraði ekki er kallað var á hann. Næturvörðurinn var ekki með lykil og brutu félagar mannsins sé því leið inn á klósettið. Maðurinn hafði það ágætt miðað við aðstæður, hafði einfaldlega verið svo ölvaður að hann sofnaði ölvunarsvefni.

Á sjötta tímanum í gær var tilkynnt um þjófnað úr búningsklefa í íþróttahúsi í Fossvogshverfi. Þaðan var stolið dýrum úlpum, síma, greiðslukortum og fleiru. Lögreglan hefur grun um hverjir voru að verki en málið er í rannsókn.

Um klukkan 19 varð harður árekstur á Bústaðavegi. Þar lentu tvær bifreiðar saman á gatnamótum og leikur grunur á að annar ökumaðurinn hafi ekið inn á þau á móti rauðu ljósi. Engin slys urðu á fólki en annar ökumaðurinn var fluttur á sjúkrahús vegna brjóstverks.

Á sjötta tímanum í gær kom maður inn í verslun í Kópavogi en hann var skorinn. Hann bað um aðstoð og var fluttur á slysadeild með sjúkrabifreið. Hann vildi hins vegar ekkert ræða við lögregluna eða fá aðstoð hennar.

Tveir ökumenn voru handteknir  í gærkvöldi og nótt grunaðir um að vera undir áhrifum fíkniefna.  Annar þeirra reyndist vera sviptur ökuréttindum og hinn er grunaður um að sölu/vörslu fíkniefna.

Einn ökumaður var handtekinn í gærkvöldi grunaður um að vera ölvaður.

Á áttunda tímanum í gærkvöldi hrundi grjót á konu sem var á almennri gönguleið í Esjunni. Hún marðist og skrámaðist á höndum og fótum. Björgunarsveitarfólk aðstoðaði hana niður af fjallinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Íslenski tannlæknirinn sem hvarf í Hollandi vann hjá Heimi Hallgrímssyni í fyrra

Íslenski tannlæknirinn sem hvarf í Hollandi vann hjá Heimi Hallgrímssyni í fyrra
Fréttir
Í gær

Kennari liggur undir þungu ámæli vegna skrifa um nemendur: Segir íslenska grunnskólanemendur beita ofbeldi og fölskum ásökunum

Kennari liggur undir þungu ámæli vegna skrifa um nemendur: Segir íslenska grunnskólanemendur beita ofbeldi og fölskum ásökunum
Fréttir
Í gær

Þremenningunum sleppt úr haldi: Rannsókn sögð miða vel – Fíkniefnamisferli og peningaþvætti

Þremenningunum sleppt úr haldi: Rannsókn sögð miða vel – Fíkniefnamisferli og peningaþvætti
Fréttir
Í gær

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróðureldar geta breiðst út í Reykjavík og skapað mikla hættu

Gróðureldar geta breiðst út í Reykjavík og skapað mikla hættu