fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ómar Ragnarsson gat varla sofið í þrjá mánuði – Léttist um 16 kíló og missti mikið blóð

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 12. febrúar 2019 17:30

Ómar Ragnarsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn geðþekki Ómar Ragnarsson segist hafa nær ekkert getað sofið í nærri þrjá mánuði vegna sjúkdóms, svokallaðar stíflugulu. Hann lýsir einkennunum sjúkdómsins á bloggi sínu og líkir þeim við verstu pyntingar.

„Fyrir ellefu árum uppgötvaði síðuhafi að hér á landi væri til hópur fólks, sem ætti það sameignlegt að hafa verið rænt svefni í allt að þrjá mánuði samfellt. Ástæðan er svonefndur lifrarbrestur eða stíflugula, sem orsakast af því, að lifrin missir getu sína til úrvinnslu næringar, og þessi „brestur“ stafar af völdum ofnæmis fyrir ákveðnum tegundum sýklalyfja. Allir líkamsvefir sjúklingsins verða gulir, meira að segja hvítan í augunum, af völdum óunninna úrgangsefna, sem lifrin ræður ekki við. Það efni, sem lifrin ræður verst við að vinna úr, er fita, og á meðan á þessu ástandi stendur, verður sjúklingurinn að hætta allri neyslu fitu. Það eitt út af fyrir sig, að neyta engrar fitu, hefur síðan afleiðingar, því að fita í fæðu er nauðsynleg. Sjúklingurinn horast og missir mátt,“ lýsir Ómar.

Gat ekki sofnað

Hann segir það sé hópur fólks á Íslandi sem þjáist af þessum sjúkdómi. „Hér á landi er hópur fólks, sem hefur gengið í gegnum þá lífsreynslu að geta ekki sofið svo gagn sé að í allt að þremur mánuðum vegna ofsakláðans sem fylgir lifrarbrestinum. Engin notkun verkjalyfja eða deyfilyfja stoðar til þess að lina úr þjáningunum vegna kláðans, því að lifrin þolir ekki lyfin. Enda myndi þar að auki myndast hætta á að til yrði óviðráðanleg lyfjafíkn. Meðan á þessu ástandi stendur er sjúklingurinn í móki og óráði á köflum og missir stjórn á hugsunum sínum án þess þó að geta sofið,“ lýsir Ómar.

Hann segir fátt hægt að gera til að slá á þessi einkenni. „Eina leiðin til að slá örlítið á hinn skelfilega og óviðráðanlega kláða er að fara annað hvort í sjóðheitt eða ískalt bað, en í hvorugu baðinu er minnsti möguleiki á að festa neinn svefn af augljósum ástæðum. Síðuhafi varð að hvílast í hallandi stól frammi í stofu mestalla þrjá mánuðina, því að hann hélst ekki við liggjandi í rúmi. Lyfið, sem hann hafði ofnæmi fyrir, var hið sterka sýklalyf Augmentin og á meðan á lifrarbrestinum stóð kynntist hann nokkrum einstaklingum, sem höfðu upplifað það sama, og gat fengið hjá þeim góð ráð,“ segir Ómar.

Endaði á Kleppi

Hann segir þessi sjúkdómur geti leitt til geðveiki. „Gaf Hanna María Karlsdóttir leikkona góð ráð og andlegan styrk í þeim efnum, en við upphaf veikindanna lékum við í söngleiknum Ást í Borgarleikhúsinu og Hanna María var á undan læknunum að koma með rétta sjúkdómsgreiningu. Lokastig svona lifrarbrests, ef hann læknast ekki, er að vera fluttur á geðveikrahæli. Í lok þriggja mánaða hjá síðuhafa hafði hann lést um 16 kíló og misst 40% af blóði sínu. Og var nokkrum skondnum sögum ríkari af fáránlegu rugli í óráði ofsakláðans. Vitað er að í illræmdum fangelsum erlendis er það „vinsæl“ pyntingaraðferð að ræna fangana svefni þangað til þeir missa vitið að lokum og játa hvað sem er. Þess vegna stofnaði síðuhafi óformlega Íslandsdeild alþjóðlegs klúbbs lifrarbrestssjúklinga sem heitir í huga hans Guantanamoklúbburinn,“ segir Ómar.

Hann segir að einn meðlimur hópsins hafi endað á Kleppi. „Einn í klubbnum fékk síðar lifrarkrabba, sem tók hann. Var kannski í áhættuhópi aukaverkana. Elsti meðlimur klúbbsins sagðist hafa verið örfáum dögum frá því að verða fluttur á Klepp þegar loksins bráði af honum á síðustu stundu. Fyrsta skiptið sem sjúklingurinn getur sofnað í þrjár klukkstundir líða seint úr minni, og ekki síður þegar tvisvar sinnum þrjár stundir renna upp nokkrum dögum síðar. En ógleymanlegastur verður júnídagurinn 2008 þegar fyrsta nóttin með þrisvar sinnum þriggja stunda djúpan svefni var að baki og hægt var að aka þjáningarlaust í sumaryl og logni undir heiðskírum himni á litla opna blæjubílnum. Slík augnablik opna augun fyrir því hve mikils virði hver ævidagur okkar er, og hvað lítið getur þurft til að njóta þess að vera til og kunna að þakka fyrir hverja ævistund.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“
Fréttir
Í gær

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus

Tveir nýir meðeigendur hjá Expectus