fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Ung móðir lokuð inni í sjö klukkustundir eftir rifrildi við transkonu

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 19:00

Kate Scottow

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Deilur á Twitter urðu til þess að ung móðir var handtekin fyrir framan tíu ára gamla einhverfa dóttur sína og látin dúsa í fangaklefa í sjö klukkustundir. Þetta gerðist í Hertfordshire á Englandi. Þær Kate Scottow og Stephanie Hayden, sem er transkona, höfðu verið að kýta á Twitter og í þeim deilum kallaði Scottow Hayden karlmann. Sú síðarnefnda kærði skrif hennar.

Nokkru síðar komu þrír lögreglumenn á heimili Kate Scottow og handtóku hana. Þeir lögðu hald á snjallsíma hennar og fartölvu og lögðu fram réttartilskipun þar sem henni er meinað að kalla Stephanie Hayden karlmann.

Scottow var sökuð um „herferð og úthugsaða áreitni“ og að hafa notað tvo Twitter-reikninga til að áreita Hayden.

Í frétt Metro af málinu kemur fram að lögreglan í Hertfordshire segist taka „tilkynningar um fjandsamleg samskipti alvarlega.“

Stephanie Hayden

Scottow segist hafa verið handtekin fyrir framan tíu ára gamla einhverfa dóttur sína og 20 mánaða gamlan son sem sé á brjósti. Hún var látin sitja í sjö klukkustundir í varðhaldi áður en hún var yfirheyrð.

Uppfært:

Stephanie Hayden hefur nú stigið fram með yfirlýsingu þar sem fréttum breskra fjölmiðla af málinu er andmælt. Segist hún hafa kært konuna fyrir að standa á bakvið twitter aðgang sem byrjaði að dreifa persónuupplýsingum um Hayden án hennar samþykkis, þar á meðal upplýsingum um fjárhag hennar. Tilkynnti Hayden málið til lögreglu sem ákvað að grípa til aðgerða vegna þessa misferlis. – Beðist er velvirðingar á villandi fréttaflutningi um að Scottow hafi verið handtekin fyrir að kalla Hayden karlmann. Mun það ekki hafa verið ástæðan fyrir handtökunni. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögregla lagði hald á mikið magn kannabis og amfetamíns

Lögregla lagði hald á mikið magn kannabis og amfetamíns
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“
Fréttir
Í gær

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Í gær

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Atla Heimis: „Fyrsti besti vinur minn í þessu lífi“

Margir minnast Atla Heimis: „Fyrsti besti vinur minn í þessu lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“