fbpx
Fimmtudagur 13.ágúst 2020
Fréttir

Óhefðbundnar skoðanir í Paradísarheimt: Helförin sögð vera ýkt og að afnema verði „kynvillulög“ á Íslandi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 11. febrúar 2019 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afar óvenjulegt fólk með óvinsælar skoðanir steig fram í þættinum Paradísarheimt í RÚV á sunnudagskvöld. Útsendingu á viðtali við Sigríði Bryndísi Baldvinsdóttur, sem er yfirlýstur þjóðernissinni, hafði verið frestað í tvígang en var nú loksins sýnt. Viðtalið vakti nokkrar deilur áður en það var sýnt, meðal annars steig Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrverandi utanríkisráðherra fram, og varaði við sýningu viðtalsins.

Þátturinn sjálfur hefur hins vegar ekki vakið ýkja hörð viðbrögð eftir sýningu hans. Þó segir Stefán Arason á Twitter:

„Hver er tilgangurinn með því að leyfa rasistapakki að bera fram sinn viðbjóðslega boðskap á RÚV?“

Í þættinum kom fram að Sigríður Bryndís er með tákn fyrir upphafsstafi Adolfs Hitlers flúrað á hálsinn á sér, talan 18 táknar þar upphafsstafina A og H. Ekki hélt hún þó Adolf Hitler mikið á lofti í þættinuim en sagðist telja að umfang helfararinnar væri ýkt, að tala látinna sé miklu lægri en áður hafi verið gefið upp: „Ég set oft spurningamerki við það sem skrifað er í fréttum og sögubókum,“ sagði Sigríður Bryndís.

Í þættinum kom fram að Sigríður Bryndís vill takmarka fjölda íslamskra innflytjenda hér á landi og leggur mikla áherslu á aðlögun að íslenskum gildum:

„Við erum með okkar siði og hefðir og við erum ekki að fara að breyta þeim fyrir þá. Það væri til dæmis gott að banna slæður og þess háttar, því þá er konan sem er undir Íslam frjálsari, hún hefur ekkert um það að segja hvort hún er með slæðu eða ekki.“

Þá er Sigríður Bryndís algjörlega á móti því að múslímum sé leyft að byggja mosku á Íslandi:

„Þeir geta verið fínir ef þeir aðlagast en þeir eiga ekki að breyta Íslandi í eitthvert Arabaríki. Um leið og komin er moska í landið þá er ekki aftur snúið.“

Sigríður sagði að útlendingar gætu vel þrifist á Íslandi en:

„Ég vil ekki að allt fyllist hérna af einhverjum íslamistum.“

SigríðurBryndís lýsti yfir áhyggjum af lögum um hatursorðræðu sem sett voru árið 2014. Segir hún að hún gæti verið kærð fyrir hatursorðræðu vegna þeirra ummæla sem hún lætur falla í þættinum.

Guðmundur vill afnema „kynvillulög“

Annar viðmælandi Jóns Ársæls í þættinum er ekki síður með umdeilanlegar skoðanir, en það er Guðmndur Örn Ragnarsson. Guðmundur er fyrrverandi sóknarprestur á Seltjarnarnesi en þjóðkirkjan rak hann úr embætti fyrir að ganga of hart fram í eldpredikunum sínum. Sagði Guðmundur djöfulinn leika lausum hala á Seltjarnarnesi og að fjölmargir Seltirningar ættu vísa vist í helvíti.

Í þættinum kom fram að Guðmundur er ekki hrifinn af réttindum til handa samkynhneigðum. Sagði hann:

„Ég bið á hverjum degi fyrir forsætisráðherra, að hún snúi frá sínum vondu vegum, og ríkisstjórnin öll og Alþingi. Að þau fari að setja lög í samræmi við vilja guðs. Til dæmis að þessi svokölluðu kynvillulög verði afnumin. Lög um það að maður og maður séu hjón – sem er bara bull,“ sagði Guðmundur og hló hæðnislega.

Ennfremur kom fram að Guðmundur telur að djöfullinn og illir andar orsaki ýmsa sjúkdóma, til dæmis krabbamein og geðsjúkdóma. Einn sonur Guðmundar lést úr flogaveiki og annar þjáist af geðklofa. Sagðist Guðmundur telja að sonur hans væri truflaður af illum öndum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Í vikunni