fbpx
Miðvikudagur 24.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Handtekinn fyrir að þykjast vera læknir og framkvæma aðgerðir á fólki

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Sunnudaginn 10. febrúar 2019 17:00

Matteo Politi hélt úti samfélagsmiðil þar sem hann deildi myndböndum af aðgerðum sem hann framkvæmdi. (Mynd: Vadim Ghirda/AP - CEN/Dr Matthew Mode)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Maður hefur verið handtekinn fyrir að hafa framkvæmt fjölmargar skurðaðgerðir án þess að hafa einhvers konar menntun eða bakgrunn í heilbrigðisgeiranum. Matteo Politi er ekki læknir, en hafði starfað sem lýtalæknir í mörg ár áður en hann var handtekinn. Hann hélt einnig fyrirlestra fyrir læknanema. Metro greinir frá.

Matteo Politi var handtekinn á dögunum þegar hann reyndi að yfirgefa Rúmeníu. Hann stundaði lýtalækningar undir dulnefninu Matthew Mode hjá fjórum einkastofum í höfuðborg Rúmeníu, Bucharest. Matteo stofnaði einnig samfélagsmiðlaaðgang sem Matthew Mode og deildi þar myndböndum af aðgerðum sem hann hafði framkvæmt.

Samkvæmt ítölskum miðlum á Matteo Politi að hafa verið handtekinn fyrir svipaðan glæp árið 2011 en komst hjá fangelsisvist.

Málið hefur vakið mikla athygli. (Mynd Vadim Ghirda/AP)

Málið kom upp eftir að Adina Alberts, fyrrum kollegi Matteo, vakti athygli á að hann fylgdi ekki viðeigandi verklagi í starfi. Eins og að þvo sér um hendur fyrir aðgerð og hann virtist ekki halda rétt á sprautu.

Rúmensk heilbrigðisyfirvöld sögðu að Matteo Politi hafi fengið læknaleyfi í mars í fyrra eftir að hafa sent inn falsað skírteini. Matteo falsaði ekki einungis skírteini sitt heldur einnig ferilskránna. Hann hélt því fram að hafa stundað nám við hinn virta John Hopkins læknaháskóla. Hann laug því einnig að hafa unnið sem lýtalæknir í Bretlandi, Ítalíu og Spáni. Sannleikurinn er hins vegar sá að Matteo lauk ekki framhaldsskóla.

Matteo Politi er nú í gæsluvarðhaldi í Bucharest og er til rannsóknar fyrir svik.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

North með nefhring!
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segja að ólögleg fíkniefnaleit sé stunduð á LungA

Segja að ólögleg fíkniefnaleit sé stunduð á LungA
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó

Manni í hjólastól meinaður aðgangur að strætó – „Ótrúlega sárt“ segir upplýsingafulltrúi Strætó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kona í annarlegu ástandi sagaði niður tré

Kona í annarlegu ástandi sagaði niður tré
Fréttir
Fyrir 3 dögum

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“

„Þú missir alla von eftir svona langan tíma“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Ragnar Erling Hermannsson er með mikilvæga tilkynningu – Boðar til fundar kl. 14

Ragnar Erling Hermannsson er með mikilvæga tilkynningu – Boðar til fundar kl. 14
Fyrir 3 dögum

Á meðan unga fólkið deyr

Á meðan unga fólkið deyr