fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Páll fordæmdur fyrir að líkamssmána Þórhildi: „Lítil húfa á stórum skrokki“

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 6. febrúar 2019 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Lítil húfa á stórum skrokki segir myndmálið í viðtengdri frétt. Hver er lýðheilsustefna Pírata,“ skrifar Páll Vilhjálmsson í sérstæðri bloggfærslu á Moggablogginu. Þar hengir hann við frétt af þeirri uppákomu er tveir þingmenn Pírata, Björn Leví Gunnarsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, settu upp Fokk-ofbeldi húfur og tóku sér stöðu hvort sínu megin við Miðflokksþingmanninn Bergþór Ólason, er hann stóð í ræðustól Alþingis í gær. Voru þau með þessu uppátæki að mótmæla veru Bergþórs á þingi en hann er einn af mest áberandi aðilunum í Klaustursupptökunum alræmdu.

Páll er þekktur álitsgjafi Morgunblaðsins sem iðulega vitnar til skrifa hans í dálkinum Staksteinar. Páll er fyrrverandi blaðamaður og ritstjóri en hefur starfað sem framhaldsskólakennari síðustu árin. Hin stutta umfjöllun Páls um þessa uppákomu snýr öll að meintum vanköntum á vaxtarlagi þingsmanns Pírata, Þórhildar, en ekki að uppákomunni sem slíkri.

Færslan hefur vakið athygli og hneykslun margra. Ólafur Teitur Guðnason, aðstoðarmaður Þórdísar Gylfadóttur ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar , birtir eftirfarandi færslu um málið og er mikið niðri fyrir:

„Þessum sorglega dónaskap var í gærkvöldi hampað á forsíðu mbl.is. Ég er hreinlega forviða yfir því að menn skuli leggjast svona lágt og finn mig knúinn til þess – með óbragð í munni – að vekja athygli á talsmátanum. Er mönnum hreinlega sjálfrátt?“

Bergþóri var mótmælt sem ofbeldismanni á Alþingi í gær af þingmönnum Pírata.

Margir taka undir með Ólafi og meðal þeirra sem tjá sig er hinn þekkti þjóðfélagsrýnir Gunnar Smári Egilsson:

„Morgunblaðið vitnar í fáa hugsuði jafnt oft og Pál þennan í leiðurum, staksteinum og öðrum ritstjórnargreinum; segja má að hann sé einn af hugmyndasmiðum þeirrar léttfasísku andmannúðarpólitíkur sem Mogginn rekur hart þessi árin. Og sem birtist m.a. í taumlausri aðdáun á Donald Trump. Svona tal og árásir á andstæðinga, raunverulega og ímyndaða, er daglegt brauð í þessu blaði og á vef þess; þar er reynt að jaðra fólk, flokka það í einhverja neðri deildir mannlífsins eftir flokkunarkerfi þessara drulludela, sem aðhyllast þessa andstyggðarstefnu.“

Tara: Dæmigerð hegðun forréttindakarla

DV bar færsluna undir Töru Margréti Vilhjálmsdóttur, formanns Samtaka um líkamsvirðingu. Tara telur vaxtarlag Þórhildar vera „ósköp venjulegt“ en að Páll sé einfaldlega að leita að höggstað með þessari athugasemd. Tara segir:

„Það er svo sem ekkert nýtt að miðaldra forréttindakarlar beiti líkamssmánun til að gera lítið úr konum og því sem þær standa fyrir, sérstaklega ef þær ögra á einhvern hátt valdakerfinu eins og Þórhildur Sunna gerir hér með því að nýta vald sitt sem þingkona til að mótmæla kynbundnu ofbeldi og Klausturs-orðræðu. Þessi leið er farin þegar fólk hefur enga málefnalega leið til að koma skoðunum sínum á framfæri og endurspeglar miklu frekar innri mann Páls en nokkurn tímann þann sem fyrir þessu verður. Hvað varðar spurningu hans um lýðheilsustefnu er nærtækast að benda honum á verkefnið Heilsueflandi framhaldsskóli en allir framhaldsskólar á landinu taka þátt í þessari þyngdarhlutlausu nálgun að heilsueflingu. Unnið er með þá þætti sem geta hvað helst stuðlað að bættri heilsu og er jafnrétti einn af þeim þáttum. Framhaldsskólanemendur eiga skýlausan rétt til að vera laus við hverskonar mismunun í skólastarfi og upplifa öryggi í námi. Ef þetta eru skoðanir hans, njóta feitir nemendur hans þá sannmælis til jafns við aðra?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur

Meira en 10.000 kynsjúkdómatilfelli greind á Íslandi síðan 2020 – Sjáðu hvaða kynsjúkdómur er algengastur
Fréttir
Í gær

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt

Seesaw-deilur Reykjavíkur og Persónuverndar beint í Hæstarétt