fbpx
Fimmtudagur 22.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Sonja Dröfn: „Hvað gerðu þau til að koma í veg fyrir harmleikinn? Ekkert“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. janúar 2019 15:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sonja Dröfn Helgadóttur grunnskólakennari segir í aðsendri grein í Morgunblaðið að sálfræðingar hafi ekkert gert til að koma í veg fyrir sjálfsvíg föður síns. Í pistlinum kemur hún Öldu Karen Hjaltalín til varnar og segir boðskap hennar síst verri en sálfræðinga. Alda Karen hefur vakið mikla athygli í vikunni fyrir að segja að lausnin við sjálfsvígsvandanum sé setningin „þú ert nóg“.

„Undur og stórmerki! Vegna aukins kvíða, þunglyndis og vanlíðanar meðal ungs fólks, (sannanlegar, rannsakaðar upplýsingar) hafa sálfræðingar þessa lands ákveðið að gefa ungu fólki helmingsafslátt af verðskrá sinni, gefið kost á einstaklings- og hópviðtalstímum, allt það sem hentar hverjum og einum! Hugsið ykkur, nú mun tíminn ekki kosta um 15 þúsund heldur bara 7.500. Hver getur sleppt svona kostaboði?“

„Enda hafa sálfræðingar sýnt fram á að meðferð á þeirra vegum er áhrifarík og skilar sér svo margfalt til baka til samfélagsins, sjálfsvígum fækkar og mun fækka enn meira með tilkomu þessa kostaboðs. Eða nei, kannski ekki. Það er ekki um neitt kostaboð að ræða. Hinn almenni einstaklingur hefur ekki efni á að mæta til sálfræðings. Sálfræðings sem kannski, og bara kannski, gæti hjálpað honum við að kljást við kvíða, þunglyndi, sjálfsvígshugsanir. Því sálfræðingurinn gefur sér sjaldan tíma til að hlusta á það sem sjúklingurinn hefur að segja, talar yfir hann, kemur með ráð en sjaldan eftirfylgni,“ segir Sonja Dröfn.

Vissu í hvað stefndi

Alda Karen Hjaltalín og Hafrún Kristjánsdóttir. Samsett mynd/Skjáskot af vef RÚV

Hún segir að Alda Karen geri hið sama og sálfræðingar. „Allt þetta og meira til kom upp í huga minn þegar ég hlustaði á RÚV í kvöld þar sem Alda Karen Hjaltalín svarar sálfræðingnum Hafrúnu Kristjánsdóttur, sem telur það siðferðilega rangt að selja fólki ákveðna hugmynd og taka fyrir það pening. Ekki veit ég, nema það sé akkúrat það sem Hafrún gerir í sínu starfi, selur skjólstæðingum ákveðna hugmynd og fær greitt fyrir það um að bil, eða minnsta kosti 15 þúsund krónur. Á tímann. Hafrún kom í þáttinn full af eldmóði og (réttlátri?) reiði í garð þessarar stelpuskjátu sem ætlaði sko að segja einhverjum, já, allt í lagi, fullum sal af fólki, hver hennar upplifun væri! Hvernig vogaði hún, Alda Karen, sér að gera það! Hún gæti mögulega komið af stað einhverjum hugrenningum hjá hlustendum, svei mér þá, jafnvel að „þeim fyndist þeir vera nóg“. Þvílíkt og annað eins! Og algerlega án ábyrgðar,“ segir Sonja Dröfn.

Sonja Dröfn segir að sálfræðingar hafi ekkert gert þó þeir hafi vitað að það stefndi í harmleik, en faðir Sonju tók eigið líf árið 2005. „Hafrún hefur líklega gleymt því að þegar upp er staðið ber hún, sem og aðrir sálfræðingar og geðlæknar, enga ábyrgð ef og þegar illa fer. Þegar sjúklingur á þeirra vegum sviptir sig lífi,“ segir Sonja Dröfn og bætir við:

„Það þekki ég af eigin raun. Teymi geðlækna og sálfræðinga föður míns vissu í hvað stefndi. Og hvað gerðu þau til að koma í veg fyrir harmleikinn. Ekkert. Akkúrat ekki neitt. Nú nema segja okkur, aðstandendum og syrgjendum eftir á, að þetta hefðu þau vitað að væri að fara að gerast. Af því að þau eru svo klár, með svo mikla reynslu, svo mikla menntun. Vita svo miklu betur en við, almúginn. Enda kom þetta okkur ekkert við. Við þurfum bara að lifa með sorginni og söknuðinum. Við vitum svo sannarlega að sjálfsvíg er alvarlegt og ber að taka alvarlega. Alltaf.“

Myndi frekar velja Öldu Karen

Hún telur að boðskapur Öldu Karenar sé ekki eins og slæmur og margir hafa viljað meina. „Rannsóknir hafa sannanlega sýnt að áhrif sterkrar og góðrar sjálfsmyndar auka líkur á bata. Hver sem sjúkdómurinn er. Hvort sem von er um bata eða ekki. Ég hef sótt tíma hjá ýmsum sálfræðingum og sérfræðingum. Þeir sem hafa hjálpað mér eru hjúkrunarfræðingur, fjölskylduráðgjafi, geðlæknir (gamall í hettunni, sem gaf sér tíma fyrir mig, var manneskjulegur) og prestur. Sálfræðingar hafa akkúrat ekkert gert til að aðstoða mig í glímu minni við þunglyndi og kvíða. Ef ég ætti að velja á milli þess að hitta Öldu Karen eða sálfræðing, þá væri það val ekki erfitt. Alda Karen yrði alltaf fyrir valinu. En hvað veit ég, ég er bara notandi þjónustu (þegar ég hef efni og aðstæður til) og ekki er ég með heilbrigðismenntun að baki. Samt með meistarapróf og stefnir nú í nokkrar diplómur innan kennslufræðinnar og geðheilbrigðisfræða,“ segir Sonja Dröfn.

Sonja segir að lokum að  umræðan um Öldu Karen hafi styrkt skoðun sína.

„Þessar umræður sem sálfræðingar hafa komið af stað vegna námskeiðs Öldu Karenar hafa lítið gert fyrir mig, nema að styrkja mig í þeirri trú, að þeir viti lítið um mannlega hegðun og þarfir. Tími sé kominn fyrir þá að líta örlítið upp úr fræðunum, koma sér niður af sjálfskipuðum stalli og horfast í augu við almenning. Því þegar upp er staðið erum við öll einstaklingar með margvíslegar þarfir, það sem hentar einum, hentar ef til vill ekki öðrum. Setningin „ég er nóg“ á rétt á sér. Ávallt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Dagur orðlaus: „Ég gat orðið mjög reiður“

Dagur orðlaus: „Ég gat orðið mjög reiður“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur Ragnar með rúmar þrjár milljónir á mánuði

Ólafur Ragnar með rúmar þrjár milljónir á mánuði
FréttirKynning
Fyrir 12 klukkutímum

Klifrað til að kynnast fólki

Klifrað til að kynnast fólki
Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum
Fatlaðir upp á punt
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Tekjublað DV: Skyrútrásin gefur vel í aðra hönd

Tekjublað DV: Skyrútrásin gefur vel í aðra hönd
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Erla varð fyrir miklu áfalli: „Skyndilega þekkti ég ekki sjálfa mig“ – Ætlar að stefna ríkinu

Erla varð fyrir miklu áfalli: „Skyndilega þekkti ég ekki sjálfa mig“ – Ætlar að stefna ríkinu
Fréttir
Í gær

Skúli í Subway uggandi: „Neytandinn fær á endanum nóg og segir hingað og ekki lengra“

Skúli í Subway uggandi: „Neytandinn fær á endanum nóg og segir hingað og ekki lengra“
Fréttir
Í gær

Bíræfinn bringuþjófur hnuplaði 51 pakka af kjúklingabringum í Bónus og Krónunni

Bíræfinn bringuþjófur hnuplaði 51 pakka af kjúklingabringum í Bónus og Krónunni
Fréttir
Í gær

Rakel Þorbergs er ekki með hærri laun en útvarpsstjóri

Rakel Þorbergs er ekki með hærri laun en útvarpsstjóri
Fréttir
Í gær

Rakel ákærð fyrir sölu á læknadópi: „Það ætti að ákæra hana fyrir morð“

Rakel ákærð fyrir sölu á læknadópi: „Það ætti að ákæra hana fyrir morð“