fbpx
Laugardagur 16.janúar 2021
Fréttir

Hallur segir Ísold til syndanna: „Það er ekki gott að vera feitur“

Ritstjórn DV
Föstudaginn 18. janúar 2019 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Málshátturinn útskýrir þetta best, “Beauty is in the eye of the beholder”. Þú getur ekki ákveðið hvað er almennt talið fallegt. Og mér finnst fáránlegt að reyna hrinda af stað einhverri herferð til þess að reyna telja fólki trú um að þeim eigi í raun að finnast eitthvað allt annað fallegt en þeim finnst nú þegar.“

Þetta segir Hallur Örn Guðjónsson í pistli sem skrifar á Facebook en þar vísar hann boðskap Ísoldar Halldórudóttur aftur til föðurhúsanna. Líkt og DV fjallaði um í gær þá vill hún að fólki finnist fita falleg. Ísold vill að merking orðsins feit/feitur verði breytt, að orðið verði ekki lengur talið neikvætt heldur einungis heiðarlegt lýsingarorð.

Hallur er sjálfur í yfirþyngd og segir hann að það sé ekki gott. „Það er ekkert eðlilegt né heilbrigt við það að vera feitur. Þið megið kalla það „fat shaming“, ég kalla það öðru nafni, staðreyndir. EF það væri okkur eðlislægt að vera feit / í yfirþyngd, þá myndu ekki fylgja því allir þessir heilsukvillar. Áður en einhver segir að þetta komi mér ekki við, þá vil ég minnast á það að hún kom fram í viðtali í netmiðli. Það er nákvæmlega tilgangur fjölmiðla! Að koma okkur við,“ segir Hallur en Ísold ræddi þetta við breska blaðið Dazed.

Ekki eðlilegt

Hann bendir á lýsingarorðið „feitur“ geti verið hlutlaust. „Feitt/Feit/Feitur. Ef þú ert að tala um hest sem þú ert að ríða, þá er það frekar hlutlaust. Og ef þú ert að nota þetta sem lýsingaorð yfir “feitt” djamm, eða eitthvað í þá áttina þá er þetta jákvætt. En ef þú ert að nota þetta til að lýsa manneskju sem er orðin það feit að það minnkar töluvert lífslíkurnar hjá henni, þá er þetta neikvætt. Það er ekkert hægt, né ætti einhver að reyna að breyta því,“ segir Hallur.

Hann segir að það sé mjög óeðlilegt að reyna að gera fitu fólks að eðlilegum hlut. „Kannski er þetta bara asnalega orðað hjá henni en „to make it normal“ er ég engan veginn sammála. Það er ekki eðlilegt að vera í ofþyngd. Og ég held að það sé ekki gott að kenna fólki sem er kannski í þann mund að fara að taka sig á og koma sér í heilbrigt form að það sé alveg jafn gott að vera bara áfram feit(ur). – Ekki misskilja mig, feitt fólk má alveg auglýsa föt fyrir feitt fólk. En ég er ekki að bekena auglýsingar sem ýta undir að það sé ekkert verra að vera feitur en í góðu formi,“ segir Hallur.

Í viðtalinu við Dazed segir Ísold að það sé fáfræði að gera ráð fyrir að sömu fegurðarstaðlar eigi við alla. Hallur segir það ekki svo einfalt. „Það þarf enginn að fara eftir neinum fegurðarstöðlum frekar en hann vill. En já, þessir staðlar (sem þú þarft ekki að fara eftir) skapast af samfélaginu. Þetta er eins og að vera í partýi þar sem allir eru að fíla öðruvísi tónlist en þig langar að hlusta á. Ég skil það að vera pirraður, þú getur alveg troðið þér fram fyrir DJ’inn og sett þína tónlist í gang, en ekki láta þér bregða ef allir verða fúlir og vilja ekki hlusta á þína tónlist. Núna er ég ekki að segja að þín tónlist sé eitthvað verri, en þú getur ekki bara ákveðið hvaða tónlist öðrum á að finnast góð. Ég mæli með að fara í minna partý þar sem þín tónlist er vel metin,“ segir Hallur.

Ekki gott að vera feitur

Hallur Örn Guðjónsson

Hallur segir að sé einfaldlega margt slæmt við að vera feitur. „Við gerum okkur flest öll grein fyrir því að það er ekki heilbrigt né skynsamlegt að vera í yfirþyngd. Alveg burtséð frá því hvernig þetta fer með andlegu hliðina. Þegar maður þarf að halda niðri í sér andanum til að reima skóna. Þegar maður getur ekki leikið sér við frændsystkinin án þess að verða móður. Þegar maður kemst ekki í flug nema panta sér tvö sæti. Þegar maður forðast að fara í bíó af því að maður kemst ekki í sætið og er svo með varanleg sár í síðunni eftir að hafa troðið sér. Þegar maður fer ekki í sund af því að maður „irrationally“ heldur að ef einhver sjái mann nakinn þá sé það FYRST að uppgötva að maður sé í raun feitur. Þegar maður er farinn að þurfa að setjast niður til þess að pissa. Þegar maður áttar sig á því að maður á aldrei eftir að kvænast né hvað þá eignast börn. Þegar maður áttar sig á því að maður eigi mjög líklega ekki eftir að lifa nógu lengi til að sjá frændsystkini sín fermast,“ segir Hallur.

Hann segist átta sig því hvert Ísold er að fara en telur þetta þó ekki réttu leiðina. „Ég skil hvað er verið að reyna hérna. Bara svo að feitu fólki líði betur með að vera feitt þá er verið að reyna að breyta samfélaginu, fá samfélagið til að trúa því og jafnvel predika að það sé ekkert að því að vera feitur. En það er ekki satt. Ég er ekki að segja að við (feita fólkið) eigum ekki skilið virðingu. Vissulega, við viljum bara fá að lifa lífinu eins og aðrir (styttra örugglega samt) svona tiltölulega óáreitt. Ég er bara að segja að það eigi ekki að upphefja offitu eins og það sé bara hið besta mál að vera of feitur. Ef þið haldið ennþá að það sé ekkert neikvætt við að vera feitur. Spyrjið ykkur þá hvort þið mynduð vilja lifa við allt það sem ég taldi upp þarna áðan, og það allt fyrir utan alla mögulega heilsukvilla sem ég hef ekki enn tékkað á af því að ég er of hræddur við að heyra svarið. En eins og ég sagði í upphafi, „Beauty is in the eye of the beholder“ og því miður finnst flestum feitt fólk ekkert sérstaklega aðlaðandi eins og er,“ segir Hallur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Pylsusalinn á Akureyri er allt annað en sáttur – „Ég er eiginlega bara mjög reiður“

Pylsusalinn á Akureyri er allt annað en sáttur – „Ég er eiginlega bara mjög reiður“
Fréttir
Í gær

Starfsmaður grunnskóla í Hafnarfirði grunaður um kynferðisbrot gegn barni

Starfsmaður grunnskóla í Hafnarfirði grunaður um kynferðisbrot gegn barni
Fréttir
Í gær

Guðmundur Felix vaknaður eftir aðgerðina – „Hann hefði ekki getað gert þetta án ykkar“

Guðmundur Felix vaknaður eftir aðgerðina – „Hann hefði ekki getað gert þetta án ykkar“
Fréttir
Í gær

Tekist á um öryggi í framhaldsskólum eftir árás í Borgó

Tekist á um öryggi í framhaldsskólum eftir árás í Borgó
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andrea vill að lögregla rannsaki ofsóknir gegn móður hennar – Dularfull símtöl, rúður brotnar og kveikt í bílnum

Andrea vill að lögregla rannsaki ofsóknir gegn móður hennar – Dularfull símtöl, rúður brotnar og kveikt í bílnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Handleggir hafa verið græddir á Guðmund Felix – Einstök aðgerð í sögu læknavísindanna

Handleggir hafa verið græddir á Guðmund Felix – Einstök aðgerð í sögu læknavísindanna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sæmundur í sparifötunum allur – Ekkert fékkst upp í 47 milljóna kröfur

Sæmundur í sparifötunum allur – Ekkert fékkst upp í 47 milljóna kröfur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ósmekklegt grín gert að árásinni í Borgarholtsskóla – „Slakaðu á það dó enginn“

Ósmekklegt grín gert að árásinni í Borgarholtsskóla – „Slakaðu á það dó enginn“