fbpx
Föstudagur 23.ágúst 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Tekjublað 2019  Sjá allt

Fréttir

Kolfinna segir Aldísi fara í „leiðinleg partý“ – Lýsti ógeðfelldri veislu í barnæsku: „Voðalega á ég flottan pabba“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 16. janúar 2019 12:52

Kolfinna Baldvinsdóttir, Aldís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Samsett mynd/DV/Skjáskot af vef RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kolfinna Baldvinsdóttir, dóttir Jóns Baldvins Hannibalssonar, segist standa með föður sínum. Þetta gerir hún á Facebook og sendir svo pillu á systur sína, Aldísi Schram. Fjöldi kvenna hefur stígið fram nýverið og lýst kynferðislegri áreitni hans, margar í Stundinni en það er þó ekki í fyrsta skiptið sem Jón Baldvin er sakaður um slíkt.

Sjá einnig: Aldís í átökum við Jón Baldvin: „Föður hennar hefur tekist að þagga þetta niður“

Kolfinna deilir í nótt á Facebook frétt Fréttablaðsins þar sem Aldís systir hennar lýsir upplifun sinni. „Voðalega á ég flottan pabba. Sem hefur ævinlega staðið með okkur. Eins og við systur höfum þakkað honum fyrir,“ skrifar Kolfinna og vísar þar til orða Aldísar sem sagði „voðalega á ég ljótan pabba“.

Sjá einnig: Aldís opnar sig um föður sinn: „Jón Baldvin í dyragættinni, flaggandi kynfærum sínum framan í mig, ég þá 5 ára“

Aldís lýsti upplifun sinni af föður sínum, þar á meðal af veislu sem hún varð vitni af sem barn: „Um miðja nótt, á Miklubraut 68, líkast til 5 ára gömul, vaknaði ég í rúmi foreldranna – þar sem ég átti ekkert rúm, við háværa tónlist og drykkjulæti inni í stofu. Ég, sem svaf nakin – að fyrirskipan móðurinnar, klæddi mig og gekk inn í stofu, þar sem ég sá hana, hálfnakta, dansa upp á borði við mikinn fögnuð föðurins og hinna karlanna og sagði: „Ég er lítið barn sem þarf að sofa. Viljið þið vera svo góð að hætta að hafa svona hátt?“ Jón Baldvin Hannibalsson gekk þá til mín, settist á hækjur sér gegnt mér, horfði í augu mér, kveikti á vindli, sogaði inn reyknum og púaði framan í mig (móður minni til kátínu). Og þá hugsaði ég með mér: „Voðalega á ég ljótan pabba (en hitt vissi ég að hin svokallaða mamma mín væri vond).“

Kolfinna, systir hennar, skýtur sérstaklega á þessa lýsingu og segir: „Hún fer greinilega í leiðinleg partý“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Hópur öryrkja fer á hjólastólum frá Kambabrún að Skógarfossi

Hópur öryrkja fer á hjólastólum frá Kambabrún að Skógarfossi
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Samtök iðnaðarins og Hermann Óli í hár saman vegna vafa um hvort hann hafi lokið tilskildum prófum

Samtök iðnaðarins og Hermann Óli í hár saman vegna vafa um hvort hann hafi lokið tilskildum prófum
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Fatlaðir upp á punt

Fatlaðir upp á punt
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Sýning Björns Braga fordæmd – „Takk og bless, gerum frekar pláss fyrir nýja grínista“

Sýning Björns Braga fordæmd – „Takk og bless, gerum frekar pláss fyrir nýja grínista“
Fréttir
Í gær

Hjörtur Smári: Ferð þú á mis við 180 þúsund krónur á ári? Svona gætirðu eignast 45 milljónir við starfslok

Hjörtur Smári: Ferð þú á mis við 180 þúsund krónur á ári? Svona gætirðu eignast 45 milljónir við starfslok
Fréttir
Í gær

Innbrotum á heimili fjölgar í höfuðborginni

Innbrotum á heimili fjölgar í höfuðborginni