fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Krefst 10 milljarða frá Sacha Baron Cohen eftir umdeilt viðtal – Sjáðu myndbandið

Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Fimmtudaginn 6. september 2018 10:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Roy Moore, fyrrverandi frambjóðandi Replúblikanaflokksins til Bandaríkjaþings, hefur stefnt grínleikarann Sacha Baron Cohen fyrir að hafa valdið sér tilfinningalegum skaða ásamt fjárhagslegu tjóni vegna viðtals sem var tekið við hann.

Viðtalið var sýnt í nýjum þætti, Who Is America, en þar bregður Cohen sér í gervi allskonar einstaklinga og tekur viðtöl við umdeilt fólk, til dæmis grjótharða stuðningsmenn Donalds Trump Bandaríkjaforseta.

Í umræddu viðtali þykist Cohen að vera ísraelskur öryggissérfræðingur sem er að kynna nýjustu tækni frá Ísrael. Meðal uppfinninga sem á að hafa verið framleiddar er svokallaður barnaníðinga-skanni og fór hann í gang þegar hann var notaður á Roy Moore. Cohen reynir að afsaka sig en viðtalið endar þannig að Moore gengur út.

Moore hefur sem fyrr segir stefnt Cohen og Showtime, sem framleiðir þættina, og krefst hann þess að fá greidda 95 milljónir Bandaríkjadala, rúma tíu milljarða króna. Segir lögfræðingur Moore að skjólstæðingur sinn hafi beðið álitshnekki með viðtalinu.

Hér að neðan má sjá viðtalið umtalaða:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka

Móðirin í Kópavogi ákærð fyrir að reyna að drepa eldri soninn líka
Fréttir
Í gær

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum

Björn Leví: Þess vegna telja Píratar að ekki sé hægt að vinna með Sjálfstæðisflokknum
Fréttir
Í gær

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku

Snorri furðar sig á Byggðastofnun – Sagður gera lítið úr þeim sem ekki tala íslensku
Fréttir
Í gær

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum

Uppnám á Íslandsmótinu í skák – Stórmeistari hættir þátttöku út af hávaða í kylfingum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki

dk hugbúnaður flytur í nýjar höfuðstöðvar og kynnir nýtt vörumerki
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi

Ljósmyndaði nakinn mann í búningsklefa – Braut gróflega gegn kynferðislegri friðhelgi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi

Lögreglan sleppir tveimur í morðmálinu á Suðurlandi
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu

Dönsk stjórnvöld búa sig undir stríð – Hyggjast þvinga fólk til að gegna herþjónustu