fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fann stóra bróður sinn látinn á klósetti skólans – „Hún heyrði í símanum hans hringja hinum megin við hurðina“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 19:00

Bradley John, faðir hans og systir. Samsett mynd/skjáskot af vef ITV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjórtán ára drengur tók eigið líf á klósetti grunnskóla. Fyrir tveimur vikum síðan frétti tólf ára systir hans að hann hefði ekki mætt í kennslustund og fór á klósettið þar sem hann faldi sig iðulega fyrir aðilunum sem lögðu hann í einelti. Hún fann hann ekki og ákvað hún því að hringja í hann. Hún heyrði í símanum hans hringja inni á klósettinu og hafði samband við starfsfólk skólans. Í ljós kom að hann hafði tekið eigið líf.

Bradley John var í St. John Lloyd, kaþólskum skóla í Suður-Wales, og var lagður í einelti fyrir að vera með athyglisbrest. Faðir hans, Byron John, ræddi um málið í morgunþætti ITV í Bretlandi í morgun og lýsti því þegar tólf ára dóttir sín, Danielle, fann stóra bróður sinn á klósetti skólans.

„Danielle vissi strax hvar hann var því hann fór alltaf þangað. Það versta við þetta er að hún heyrði í símanum hans hringja hinum megin við hurðina,“ sagði Byron. Hann þakkar viðbrögðin: „Sjúkraflutningamennirnir voru ótrúlegir, hann gat hafa verið þarna í klukkutíma, en þeir reyndu samt allt til að bjarga honum, þeir reyndu í einn og hálfan tíma.“

Byron sagði að sonur sinn hefði verið lagður í mikið einelti vegna þess að hann var með athyglisbrest og hann hefði verið niðurbrotinn síðasta vor. „Hann var ekki eðlilegur. Hann var öðruvísi. Athyglisbresturinn gerði hann pirraðan og gerði það að verkum að hann tók mikið inn á sig. Hann skildi aldrei af hverju fólk kom illa fram við hann.“

Hann segir að næsta verkefni sé að koma núverandi skólameistara frá, gefur hann lítið fyrir yfirlýsingar frá skólanum um að allir séu til staðar fyrir Danielle þegar enginn hafi reynt að tala við hana. „Hún hefur lifað vítiskvalir frá því hún fann bróður sinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu