fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2024
Fréttir

Eva Joly sérstakur gestur á 10 ára afmæli hrunsins

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 09:20

Eva Joly, Mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Háskóli Íslands stendur fyrir ráðstefnunni Hrunið, þið munið dagana 5. og 6. október næstkomandi í Aðalbyggingu skólans. Að ráðstefnunni koma innilendir og erlendir fræðimenn, listamenn og fleiri.

Meðal sérstakra gesta er rannsóknardómarinn og Evrópuþingmaðurinn Eva Joly. Tilgangur ráðstefnunnar er að miðla og ræða niðurstöður nýlegra rannsókna á aðdraganda og afleiðingum af hruni íslenska bankakerfisins haustið 2008.

Samkvæmt tilkynningu frá HÍ segir að á dagskrá séu um 100 fyrirlestrar í yfir 20 málstofum sem fjalla um þær víðtæku breytingar og áhrif sem hrunið hafði í för með sér í íslensku samfélagi og þá lærdóma sem hægt er að draga af því.

Sérstakir gestir ráðstefnunnar ásamt Evu Joly eru Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Ralph Catalano, prófessor í lýðheilsu við Berkeley-háskóla í Bandaríkjunum.

Á ráðstefnunni verður m.a fjallað um mótmælin í hruninu, búferlaflutninga fyrir og eftir hrun. Birtingarmyndir hrunsins í bókmenntum, tónlist og sjónlistum, Áhrif hrunsins á heilsu landsmanna. Félagslegan ójöfnuð í kjölfar hrunsins. Áhrif hrunsins á stjórnmálin í landinu. Tengsl hrunsins við ferðamannalandið Ísland. Hrunið og Icesave. Og viðbrögð fyrirtækja og stofnana eftir hrun.

HÍ vill af þessu tilefni vekja athygli á gagnabankanum Hrunið, þið munið sem finna má á slóðinni http://hrunid.hi.is/. Gagnabankinn á rætur sínar að rekja til rannsóknarverkefnis sem  Jón Karl Helgason, prófessor í íslensku við Háskóla Íslands, og Guðni Th. Jóhannesson, þá prófessor í sagnfræði og nú forseti Íslands, settu á fót eftir hrun en bæði kennarar og nemendur hafa lagt efni inn í bankann. Í bankanum er að finna gríðarmikið af gögnum sem snerta hrunið, upplýsingar um lög og dóma, skýrslur, fræðiskrif og bækur tengdar hruninu ásamt yfirliti yfir skáldsögur, myndlist og tónlist sem tengist hruninu, svo eitthvað sé nefnt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 

Einingaverksmiðjan og Rafmennt unnu til verðlauna á Verk og vit 
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“

Harmleikurinn á Akureyri – Nágranni ber fólkinu vel söguna – „Það fer rosalega lítið fyrir þeim“