fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Töffarinn Dagfinnur

Fréttir

El Mustapha í fjögurra mánaða fangelsi fyrir að káfa á stúlku í Kringlunni: Segir þetta eðlilegt í heimalandinu

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 25. september 2018 12:30

Myndin tengist fréttinni ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsréttur staðfesti fjögurra mánaða fangelsisdóm yfir erlendum karlmanni á sextugsaldri, El Mustapha Bkhibkhi, fyrir að hafa kynferðislega áreitt fjórtán ára stúlku í rúllustiga í Kringlunni. Bar hann fyrir sig að það væri eðlilegt að sýna ókunnugum börnum væntumþykju í heimalandi sínu.

El Mustapha var gefið að sök að hafa komið aftan að stúlkunni í rúllustiga, sagt henni að hann elskaði hana, kysst hana, haldið um axlir hennar og snert brjóst hennar utanklæða. Hann þekkti stúlkuna ekki.

Atvikið átti sér stað á öskudag í fyrra, stúlkan var í búningi og sagði El Mustapha að hann hefði fundist búningur hennar fallegur og því hafi hann ákveðið að faðma hana. Stúlkan var með vinkonum sínum þegar hann káfaði á henni og flýðu þær inn í verslun. Öryggisverðir gættu El Mustapha á meðan lögregla ræddi við hann.

El Mustapha hélt því fram að hann hefði faðmað stúlkuna einu sinni en fyrir dómi var það metið ótrúverðugt miðað við myndskeið sem staðfesta atvikið í rúllustiganum.

Eins og áður segir var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára og þarf hann að greiða stúlkunni 300 þúsund krónur í miskabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gísli á von á moskítóflugum til landsins – Þrjár tegundir kakkalakka landlægar á Íslandi

Gísli á von á moskítóflugum til landsins – Þrjár tegundir kakkalakka landlægar á Íslandi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kristján segist af gamla skólanum: „Já, ég er með karlrembu og hún er ykkur konum að kenna“

Kristján segist af gamla skólanum: „Já, ég er með karlrembu og hún er ykkur konum að kenna“
Fréttir
Í gær

Friðriki blöskrar spillingin á Íslandi og telur sig vita ástæðuna: „Ég varð hreinlega brjálaður“

Friðriki blöskrar spillingin á Íslandi og telur sig vita ástæðuna: „Ég varð hreinlega brjálaður“
Fréttir
Í gær

Hjördís aldrei séð annað eins: „Þetta hverfur bara um leið“

Hjördís aldrei séð annað eins: „Þetta hverfur bara um leið“