fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Kynlífsdúkkuþjófarnir hugsanlega karlkyns

Auður Ösp
Mánudaginn 24. september 2018 16:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þjófarnir tveir sem brutust inn í hjálpartækjaverslunina Adam og Evu síðastliðinn föstudag og höfðu á brott með sér kynlífsdúkku og hjálpartæki, eru enn ófundnir. Kynlífsdúkkan, sem ber nafnið Kittý er hins vegar fundin ásamt hluta af ránsfengnum. Þetta kemur fram á Vísi.

DV greindi frá málinu síðastliðinn föstudag en hið óvenjulega rán átti sér stað klukkan 5.30 að morgni föstudags við hjálpartækjabúð Adam & Evu á Kleppsvegi.

Meðfylgjandi myndskeið úr öryggismyndavél, sýnir tvo einstaklinga, sem virðast vera ungar stúlkur koma aðdvífandi litlum fólksbíl, af gerðinni Hyundai i10,  og bakkka þrisvar sinnum í gegnum útidyrahurð verslunarinnar. Þegar leiðin er greið stökkva ræningjarnir út úr bílnum ,hlaupa inn í verslunina og hafa meðal annars á brott með sér umrædda kynlífsdúkku.

DV birti myndskeið með fréttinni og vakti það mikla athygli. Líkt og sjá má þá á annar ræninginn í talsverðum erfiðleikum með að koma dúkkunni fyrir í aftursæti bifreiðarinnar. Það hefst að lokum og síðan bruna ræningjarnir út í nóttina.

Kynlífsdúkkan,sem ber hið virðulega heiti Kittý er metin á um 350 þúsund og er tjónið alls metið á um eina og hálfa milljón.

Í samtali við Morgunblaðið síðastliðinn sunnudag sagðist Jón Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn telja að málið myndi leysast og hann væri bjartsýnn á að lögreglu tækist að góma þjófana.

Gætu hafa verið með hárkollu

Fram kemur á vef Vísis að bíllinn sem notaður var í ráninu hafi fundist á bílastæði við Glæsibæ seinnipart föstudags. Hafði hluti af ránsfengum verið skilinn eftir í bílnum, þar á meðal kynlífsdúkkan Kittý.

Samkvæmt lögreglu var umræddum bíl stolið þann 17.september síðastliðinn og var búið að skrúfa á hann stolnar númeraplötur. Enginn hefur verið yfirheyrður vegna málsins.

Af upptöku úr öryggismyndavél má ráða að þjófarnir séu kvenkyns en það er þó ekki talið fullvíst. Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að verið sé að skoða þann möguleika.

„Við erum að skoða það. Það má vel vera að einhver hafi verið með hárkollu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”
Fréttir
Í gær

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Í gær

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“