fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Töffarinn Dagfinnur

Fréttir

Gyðingar og múslimar telja að umskurðarbann á Íslandi leiði til útskúfunar: „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista“

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 24. september 2018 17:00

Silja Dögg Gunnarsdóttir, Ahmad Seddeeq og Avi Feldman. Samsett mynd/DV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef umskurðarbann á Íslandi verður að veruleika þá mun það jaðarsetja gyðinga og múslima á Íslandi og gera það að verkum að margir flytji frá landinu, þetta segja leiðtogar gyðinga og múslima á Íslandi í umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC um hugsanlegt bann við umskurði drengja hér á landi.

„Við erum ekki vön svona umræðu á Íslandi. Þetta er eins og þeir séu að loka dyrunum á gyðinga og múslima, að þeir séu ekki velkomnir á Íslandi,“ segir Redouane Adam Anbari hjá Stórmoskunni í Reykjavík við NBC. Ahmad Seddeeq, Imam hjá Menningarsetri múslima segir að sumir muni yfirgefa landið ef lögin verði að veruleika á meðan aðrir myndu halda áfram að umskera drengi bak við luktar dyr.

Skoðar hvort umskurður sé þegar bannaður

Málið var til umræðu síðasta vetur og sneri að frumvarpi þar sem umskurður drengja var lagður að jöfnu við umskurð stúlkna. Þeir drengir sem vildu láta umskera sig gætu þó gert það þegar þeir væru komnir á aldur til að taka slíkar ákvarðanir sjálfir en samkvæmt lögum gyðinga á að umskera drengi á áttunda degi eftir fæðingu þeirra.

Silja Dögg Gunnarsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, lagði fram frumvarpið í fyrra. Hún sagði í samtali við Stöð 2 í síðustu viku að nú sé verið að skoða hvort umskurður drengja stríði nú þegar gegn gildandi lögum og stjórnarskrá, ef svo er ekki þá hyggst hún leggja fram frumvarpið aftur.

Menningarleg blinda

NBC talar við fjölmarga gyðinga og múslima hér á landi. Þar á meðal Avi Feldman rabbína sem segir umskurð vera „hornstein gyðinga“ og ákvörðun sem eigi að treysta foreldrum fyrir.

Julian Burgos, gyðingur sem búið hefur á Íslandi í níu ár, telur að löggjöfin sé ekki runnin undan rifjum gyðingahaturs en hér á landi sé tilhneiging til að vera á móti trúarbrögðum. „Ég held að þú þurfir að vera blindur fyrir afleiðingunum á svona lögum. Fyrir mér er þetta menningarleg blinda.“

Mike Levin, sem var leiðtogi gyðinga hér á landi fyrir komu Feldmans, óttast að margir gyðingar vilji ekki segja íslenskum stjórnvöldum að þeir séu gyðingar. „Þetta er það sem gerðist í Þýskalandi nasista. Þar stóð í vegabréfinu: ‚Jude‘, gyðingur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gísli á von á moskítóflugum til landsins – Þrjár tegundir kakkalakka landlægar á Íslandi

Gísli á von á moskítóflugum til landsins – Þrjár tegundir kakkalakka landlægar á Íslandi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Kristján segist af gamla skólanum: „Já, ég er með karlrembu og hún er ykkur konum að kenna“

Kristján segist af gamla skólanum: „Já, ég er með karlrembu og hún er ykkur konum að kenna“
Fréttir
Í gær

Friðriki blöskrar spillingin á Íslandi og telur sig vita ástæðuna: „Ég varð hreinlega brjálaður“

Friðriki blöskrar spillingin á Íslandi og telur sig vita ástæðuna: „Ég varð hreinlega brjálaður“
Fréttir
Í gær

Hjördís aldrei séð annað eins: „Þetta hverfur bara um leið“

Hjördís aldrei séð annað eins: „Þetta hverfur bara um leið“