fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Kynlífsdúkkuránið á Kleppsvegi: Rannsókn á bíl lokið og lögregla bjartsýn – Hvar er Kittý?

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 23. september 2018 10:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Um kl. 5.30 að morgni föstudags átti óvenjulegt rán sér stað í hjálpartækjabúð Adam & Evu á Kleppsvegi.

Tvær ungar stúlkur komu þá aðvífandi á litlum fólksbíl, af gerðinni Hyundai i10,  og bökkuðu þrisvar sinnum í gegnum útidyrahurð verslunarinnar. Þegar leiðin var greið stukku ræningjarnir út úr bílnum og hlupu inn í verslunina. Höfðu þær meðal annars á brott með sér kynlífsdúkku sem kostar rúmlega 300 þúsund krónur.

DV birti myndskeið með fréttinni og vakti það mikla athygli. Í því sést hvar bílnum er bakkað þrisvar sinnum inn í útidyrahurð verslunarinnar og í kjölfarið hlaupa ræningjarnir inn í verslunina og koma síðan hlaupandi út með fenginn. Meðal annars rándýra kynlífsdúkku. Á annar ræninginn í talsverðum erfiðleikum með að koma dúkkunni fyrir í aftursæti bifreiðarinnar. Það hefst að lokum og síðan bruna ræningjarnir út í nóttina.

Kynlífsdúkkan sem ber hið virðulega heiti Kittý er metin á um 350 þúsund og er tjónið alls metið á um eina og hálfa milljón.

Lögreglan hefur tekið málið afar alvarlega og verst allra fregna af framgang málsins. Morgunblaðið greinir þó frá því í morgun að tæknideild lögreglu hafi lokið rannsókn á bílnum og þá hafi fingraför verið könnuð.

Jón Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn lét hafa eftir sér að hann teldi að málið myndi leysast og hann væri bjartsýnn á að lögreglu tækist að góma þjófana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eldur í ruslatunnum í Heiðmörk: Stórhætta á gróðureldum

Eldur í ruslatunnum í Heiðmörk: Stórhætta á gróðureldum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar

Ari Edwald ósáttur: Sakar Isavia um ólöglega mismunun – UPPFÆRT: Isavia svarar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin

Mótmæla fíkniefnaleit á fólki á Secret Solstice – Segja borgaraleg réttindi brotin
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Lögfræðingurinn sofnaði á fundi þegar Borghildur barðist fyrir börnunum: „Hæstiréttur er búinn að staðfesta niðurstöðuna, sorrí“

Lögfræðingurinn sofnaði á fundi þegar Borghildur barðist fyrir börnunum: „Hæstiréttur er búinn að staðfesta niðurstöðuna, sorrí“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík

627 brautskráðir frá Háskólanum í Reykjavík