fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Töffarinn Dagfinnur

Fréttir

Svona ætlar verjandi Thomas Møller Olsen að fá hann sýknaðan: Segir Nikolaj hafa plantað fingraförum – Passar ekki í blóðuga úlpu

Ritstjórn DV
Föstudaginn 21. september 2018 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Framundan er aðalmeðferð í Landsrétti í máli Thomasar Möller Olsen, sem hlaut 19 ára fangelsisdóm fyrir morðið á Birnu Brjánsdóttur og fíkniefnabrot í héraði. Thomas krefst sýknu í málinu og að ákæruatriðum er varðar stórfellt fíkniefnalagabrot verði vísað frá dómi. Dagsetning aðalmeðferðar hefur ekki verið ákveðin en dómari metur nú kröfur ákæruvaldsins og verjanda og mun fljótlega taka ákvörðun um hverjir verða kallaðir til skýrslutöku fyrir Landsrétti.

Í vikunni fór fram undirbúningsþinghald vegna málsins en þar var  greinargerð verjenda Olsens, Björgvins Jónssonar, lögð fram. Þar kemur í ljós hvernig vörninni fyrir Landsrétti verður hagað.

Í stuttu máli byggist vörn Björgvins á því að „mikið ósamræmi“ sé í frásögn lykilvitnis, Nikolaj Olsen, um veigamikil atriði við yfirheyrslu lögreglu. Þá heldur Björgvin því fram að aðild Nikolaj hafi verið mun meiri en hann lét í ljós við yfirheyrslur og í réttarsal.

DV fer yfir hvernig verjandi Thomasar freistar þess að fá hann sýknaðan.

Helstu atriði sem vörnin byggist á:

Nikolaj keyrði á brott með Birnu

Atburðarrásin sem Björgvin leggur upp með er að Thomas hafi ekið rauðri Kia Rio-bifreið, með Birnu og Nikola innanborðs, upp að golfskála Golfklúbbs Garðabæjar og Kópavogs og síðan brugðið sér út að pissa. Á meðan hann athafnaði sig hafi Nikolaj ekið bílnum á brott. Þegar Nikolaj sneri tilbaka var Birna ekki í bílnum og hafi Nikolaj útskýrt það þannig að Birna byggi þarna rétt hjá og að hún hafi ætlað að labba heim.

Þessum framburði er fléttað saman við myndskeið úr eftirlitsmyndavél á golfskála Golfklúbbs Kópavogs og Garðabæjar við Hnoðraholt í Garðabæ. Þar sjáist lágvaxinn maður keyra bílinn og enginn situr í hægra sæti bílsins. Bendir Björgvin á að Thomas er 1.88 sentímetrar á hæð en Nikolaj 1.71 sentímetrar.

Rétt er að geta þess að ákæruvaldið telur útilokað að atburðarrásin umrædda nótt hafi verið á þess leið. Þá gefi myndskeiðin ekkert til kynna um hæð viðkomandi né hvort að einhver hafi verið í hægra framsæti bifreiðarinnar.

Blóðug úlpa of lítil til að vera í eigu Thomasar

Um borð í Polar Nanoq fannst blóðug úlpa sem var sögð vera í eigu Thomasar. Hann hefur því fram að það sé rangt því að umrædda úlpa er í stærð M og því passi hann ekki í hana, verandi hávaxinn og þrekinn. Fram kemur að Thomas eigi samskonar úlpu í stærðinni XL. Óskar verjandinn eftir því að Thomas verði látinn máta úlpuna í réttarsal.

Nikolaj laug til um að hafa verið sofandi í bílnum

Þá er því haldið fram í greinargerð málsins að Nikolaj ljúgi því að hann hafi verið sofandi í Kia Rio-bifreiðinni frá miðbæ Reykjavíkur og að Polar Nanoq við Hafnarfjarðarhöfn. Haft er eftir Thomasi að Nikolaj hafi beðið hann um að aka sér að Goldfinger í Kópavogi og að auki hafi verið reynt að hringja tvisvar úr síma Nikolaj klukkan 06.03 og 06.04 umrædda nótt. Þá megi merkja af myndskeiðum við höfnina að Nikolaj hafi ekki verið jafn drukinn og hann hafði greint frá við yfirheyrslur og fyrir dómi.

Þá gagnrýnir Björgvin það harðlega að ekki hafi verið reynt að ná tali af vini Nikolaj sem hann var sagður hafa hringt í umrædda nótt. Nikolaj hefur viðurkennt að hann hafi verið grátandi í símann og því gæti vinurinn búið yfir mikilvægum upplýsingum.

Leiða að því líkum að Nikolaj hafi komið fingrafari fyrir

Allt er gert til þess að gera framburð Nikolaj ótrúverðugan. Minni hans er sagt vera valkvætt eftir því hvað henti rannsakendum málsins og að það sé mjög ótrúverðugt. Þá er bent á að Nikolaj hafi verið yfirmaður á Polar Nanoq og því haft lyklavöld að öllum káetum skipsins. Í því ljósi er leitt að því líkum að hann hafi getað komið því í kring að fingrafar Thomasar fannst á ökuskírteini Birnu sem fannst um borð í skipinu.

Heldur hann því fram að ekki sé „eitt einasta“ sönnunargagn sem styður við þá kenningu að Thomas hafi ekið þá leið sem hann þurfti að fara frá Hafnarfjarðarhöfn til Óseyrarbrúar, þar sem óumdeilt er að Birnu hafi verið komið í sjóinn.

Útlendingur gæti ekki hafa þekkt leiðina að Óseyrarbrú

Í greinargerðinni er miklu púðri eytt í akstur Kia Rio-bifreiðarinnar frá Hafnarfjarðarhöfn að Óseyrarbrú. Er því haldið fram að útlendingur,líkt og Thomas, hafi aldrei átt að geta ratað á þessa leið því hún væri flestum hulin. Leiðin liggur í gegnum íbúðarhverfi og vill verjandi Thomasar meina að aðeins mjög vel kunnugir myndu keyra þessa leið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Þremenningunum sleppt úr haldi: Rannsókn sögð miða vel – Fíkniefnamisferli og peningaþvætti

Þremenningunum sleppt úr haldi: Rannsókn sögð miða vel – Fíkniefnamisferli og peningaþvætti
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“
Fréttir
Í gær

Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikt kornabarn

Lentu á Keflavíkurflugvelli með veikt kornabarn
Fréttir
Í gær

Orkupakkaandstæðingar æfir yfir stöðufærslu: „Guðlaugur Þór er drullusokkur“

Orkupakkaandstæðingar æfir yfir stöðufærslu: „Guðlaugur Þór er drullusokkur“
Fréttir
Í gær

Dómur fallinn yfir ofbeldismanni Emilíönu – Segist verða miklu lengur að jafna sig en hann situr inni

Dómur fallinn yfir ofbeldismanni Emilíönu – Segist verða miklu lengur að jafna sig en hann situr inni
Fréttir
Í gær

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“