fbpx
Miðvikudagur 19.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Silfur Egils

Töffarinn Dagfinnur

Fréttir

Segir erfiðan vetur framundan fyrir íslensku flugfélögin – „Það er alls ekkert víst að þetta klikki“

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 21. september 2018 07:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Ægisson, viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins, fjallar um stöðu íslensku flugfélaganna, WOW air og Icelandair, í grein í blaðinu í dag. Þar segir Hörður að meiriháttar efnahagslegu slysi hafi verið afstýrt þegar WOW tókst að tryggja sér 7,7 milljarða króna í vikunni. Hann segir að samt sem áður sé engin ástæða til að fara í kringum hlutina því staðan hafi verið dökk, nú ríki einhverskonar svikalogn, og ekki bæti úr skák að ríkisstjórnin hafi ákveðið að efna til útgjaldaveislu.

„Sú staða var uppi í byrjun liðinnar viku, þegar útlitið var orðið verulega dökkt varðandi hvort útboðið myndi klárast, að raunhæfar líkur voru á því að félagið þyrfti að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Sú niðurstaða varð sem betur fer ekki að veruleika. Óþarfi er að fjölyrða um afleiðingarnar. Höggið fyrir íslenskt efnahagslíf, að minnsta kosti til skemmri tíma litið, hefði verið umtalsvert þar sem gengið hefði veikst, eignamarkaðir lækkað og spár um hóflegan hagvöxt snúist upp í samdrátt.“

Segir Hörður en bendir síðan á að WOW, eins og önnur evrópsk flugfélög, standi frammi fyrir erfiðum vetri og ekki sé svigrúm til að taka margar rangar ákvarðanir. Ekki sé að sjá að olíuverð muni lækka og samkeppnin í flugi sé mikil og hörð. Þetta þýði að meðalfargjöld muni áfram vera lág. Hann segir að samkvæmt áætlunum WOW air sé gert ráð fyrir þriggja milljarða króna tapi á þessu ári en verulegum viðsnúningi á næsta ári. Erfitt sé þó að sjá hvernig það eigi að geta gengið eftir miðað við ytri aðstæður.

„Nauðsynlegt er því að treysta fjárhagsstöðu WOW air, en eigið fé þess var hverfandi um mitt þetta ár, með aðkomu nýrra fjárfesta í hluthafahópinn. Það þarf að gerast fyrr frekar en síðar. Skúli Mogensen, forstjóri og eini hluthafi félagsins, hefur sagst ætla að sækja sér um 22 til 33 milljarða í nýtt hlutafé með því að selja allt að helmingshlut í fyrirtækinu og skrá það á markað á næstu 12 til 18 mánuðum.“

Því næst víkur Hörður penna að Icelandair og segir að fjárhagsstaða félagsins sé augljóslega betri en staða WOW air en ljóst sé að fjárfestar hafi takmarkaða trú á að stjórnendum Icelandair takist að rétta gengi fyrirtækisins við.

„Nú þegar WOW air hefur tekist að klára fjármögnun félagsins kann sú staða að vera komin upp að það er Icelandair sem situr uppi með heitu kartöfluna enda eru minni líkur núna á því að meðalfargjöld hækki á komandi ári. Flugfélagið hefur orðið undir í samkeppninni og þarf að leita allra leiða til hagræðingar eigi það að vera samkeppnisfært. Ákvörðun um að setja flugfreyjum afarkosti – að velja milli þess að vera í fullu starfi ellegar vera sagt upp störfum – í því skyni að ná niður launakostnaði er líklega aðeins fyrirheit um það sem koma skal. Miklu stærri og erfiðari ákvarðanir bíða stjórnenda félagsins. Að öðrum kosti er hætt við því að illa muni fara.“

Segir Hörður og bendir á að staðan í hagkerfinu sé viðkvæm. Erfiður vetur sé framundan, bæði vegna óvissu um rekstrarhorfur flugfélaganna og vegna þess að kjarasamningar á almennum vinnumarkaði verði lausir.

„Niðurstaða þeirra viðræðna, verði hún á þá leið sem róttækustu verkalýðsleiðtogar landsins hafa kallað eftir, mun tryggja að væntingar um sjaldséða mjúka lendingu verða að engu. Á sama tíma og þessi efnahagsveruleiki blasir við hefur ríkisstjórnin ákveðið að blása til útgjaldaveislu og reka ríkissjóð með minnsta mögulega afgangi. Þær áætlanir ganga út frá því að ekkert geti mögulega farið úrskeiðis. Flestir vita hins vegar betur. Leyfi menn sér að vera bjartsýnir, þá er líklega í besta falli hægt að segja það eitt að það er alls ekkert víst að þetta klikki.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Náttúruspjöllin á Helgafelli tilkynnt til lögreglu: „Vinsamlegast slepptu því að rita nafnið þitt“

Náttúruspjöllin á Helgafelli tilkynnt til lögreglu: „Vinsamlegast slepptu því að rita nafnið þitt“
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Gísli á von á moskítóflugum til landsins – Þrjár tegundir kakkalakka landlægar á Íslandi

Gísli á von á moskítóflugum til landsins – Þrjár tegundir kakkalakka landlægar á Íslandi
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Guðrún sendi son sinn í burtu á aðfangadag: „Við grétum en reyndum að vera sterk. Elsku sonur minn hvíldu í friði“

Guðrún sendi son sinn í burtu á aðfangadag: „Við grétum en reyndum að vera sterk. Elsku sonur minn hvíldu í friði“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Tara ósátt við dóminn yfir Hildi – Dómurinn aðför að tjáningar- og kvenfrelsi

Tara ósátt við dóminn yfir Hildi – Dómurinn aðför að tjáningar- og kvenfrelsi
Fréttir
Í gær

Rándýr umferðarlagabrot ferðamanna: Þrír þurftu að borga yfir 150 þúsund krónur

Rándýr umferðarlagabrot ferðamanna: Þrír þurftu að borga yfir 150 þúsund krónur
Fréttir
Í gær

Friðriki blöskrar spillingin á Íslandi og telur sig vita ástæðuna: „Ég varð hreinlega brjálaður“

Friðriki blöskrar spillingin á Íslandi og telur sig vita ástæðuna: „Ég varð hreinlega brjálaður“