fbpx
Miðvikudagur 22.maí 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Nýtti peninginn til að fara í frí til Íslands – Fékk 3 milljónir í bætur en þarf að greiða helming til baka

Auður Ösp
Fimmtudaginn 20. september 2018 14:00

Stephen Hall. Ljósmynd/DEvonLive

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskur karlmaður sem fékk dæmdar bætur frá ríkinu vegna vinnuslyss í fangelsi hefur nú verið gert að greiða helming upphæðarinnar til baka. Hann hafði þá þegar eytt dágóðum hluta af peningunum og fór meðal annars í afslöppunarfrí til Íslands.

Árið 2010 hlaut Stephen Hall fjögurra ára fangelsisdóm eftir að hafa verið gripinn með 3 kíló af kannabisefnum sem hann hugðist selja. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir fjölda annarra fíkniefnabrota.

Dómurinn áætlaði að hann hefði grætt rúmlega þrjár milljónir íslenskra króna á fíkniefnaviðskiptum sínum. Var honum gert að greiða þá upphæð til ríkissjóðs en hann átti þá aðeins tæpar 100 krónur íslenskar inni á bankareikning.

Stephen sat inni helming refsitímans. Síðar meir fékk hann greiddar 3,1 milljón íslenskra króna í bætur frá ríkinu vegna vinnslyss sem hann varð fyrir í fangelsinu.

Nú á dögunum komst dómur að þeirri niðurstöðu að réttast væri að endurheimta bæturnar sem Stephen fékk greiddar enda námu bæturnar sömu upphæð og honum hafði verið gert að greiða til ríkissjóðs fyrir tæpum áratug.

Þegar bankareikingar Stephen voru skoðaðir kom í ljós að hann var þegar búin að eyða helmingnum af upphæðinni en peningana notaði hann til að fara í frí til Amsterdam og til Íslands.

Ljósmynd: DV/Hanna

Stephen hélt því fram fyrir dómi að hann væri á kúpunni og þyrfti að reiða sig á örorkubætur til að draga fram lífið

Kvaðst hann þurfa á peningunum að halda til að greiða fyrir sálfræðiþjónustu þar sem hann væri illa haldin af áfallastreituröskun vegna atburða sem áttu sér stað í æsku. Þá hélt hann því fram að vinir hans hefðu greitt fyrir hann ferðakostnaðinn til Hollands og Íslands.

Dómari hlustaði ekki á þau rök og skipaði Stephen að borga helming upphæðarinnar til baka ella sitja inni í 6 mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra

Tveir hafa kvartað vegna Sigríðar: Telja hana vanhæfa til að sitja í nefnd um ráðningu nýs seðlabankastjóra
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur

Hótaði að berja starfsfólk verslunarinnar ef hann fengi ekki nammipokann aftur
Fréttir
Í gær

Birna segir Ara leita allra leiða til að sverta mannorð sitt: „Það er algjör heigulsháttur að beita ofbeldi“

Birna segir Ara leita allra leiða til að sverta mannorð sitt: „Það er algjör heigulsháttur að beita ofbeldi“
Fréttir
Í gær

Ingvar Thor er sakaður um þjófnað en segist vera fórnarlamb neteineltis: Listamaðurinn ætlar að hafa samband við hann

Ingvar Thor er sakaður um þjófnað en segist vera fórnarlamb neteineltis: Listamaðurinn ætlar að hafa samband við hann
Fréttir
Í gær

Bíræfin svikamylla: Þóttist vera lögmaður fjölskyldu barns sem var ekið á – Vildi fá 350 þúsund krónur

Bíræfin svikamylla: Þóttist vera lögmaður fjölskyldu barns sem var ekið á – Vildi fá 350 þúsund krónur
Fréttir
Í gær

Steingrímur gerði grín að Bergþóri þegar hann vildi fara að sofa

Steingrímur gerði grín að Bergþóri þegar hann vildi fara að sofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur: „Ætti að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá?“

Guðmundur: „Ætti að vera heima hjá sér núna að hugsa þetta: Hvað var ég að spá?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Útvarpsmaðurinn Ívar er æfur: Var búinn að vara við „pólitískri tónlistartímasprengju“

Útvarpsmaðurinn Ívar er æfur: Var búinn að vara við „pólitískri tónlistartímasprengju“