fbpx
Fimmtudagur 18.apríl 2024
Fréttir

Nýtti peninginn til að fara í frí til Íslands – Fékk 3 milljónir í bætur en þarf að greiða helming til baka

Auður Ösp
Fimmtudaginn 20. september 2018 14:00

Stephen Hall. Ljósmynd/DEvonLive

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enskur karlmaður sem fékk dæmdar bætur frá ríkinu vegna vinnuslyss í fangelsi hefur nú verið gert að greiða helming upphæðarinnar til baka. Hann hafði þá þegar eytt dágóðum hluta af peningunum og fór meðal annars í afslöppunarfrí til Íslands.

Árið 2010 hlaut Stephen Hall fjögurra ára fangelsisdóm eftir að hafa verið gripinn með 3 kíló af kannabisefnum sem hann hugðist selja. Þá var hann einnig sakfelldur fyrir fjölda annarra fíkniefnabrota.

Dómurinn áætlaði að hann hefði grætt rúmlega þrjár milljónir íslenskra króna á fíkniefnaviðskiptum sínum. Var honum gert að greiða þá upphæð til ríkissjóðs en hann átti þá aðeins tæpar 100 krónur íslenskar inni á bankareikning.

Stephen sat inni helming refsitímans. Síðar meir fékk hann greiddar 3,1 milljón íslenskra króna í bætur frá ríkinu vegna vinnslyss sem hann varð fyrir í fangelsinu.

Nú á dögunum komst dómur að þeirri niðurstöðu að réttast væri að endurheimta bæturnar sem Stephen fékk greiddar enda námu bæturnar sömu upphæð og honum hafði verið gert að greiða til ríkissjóðs fyrir tæpum áratug.

Þegar bankareikingar Stephen voru skoðaðir kom í ljós að hann var þegar búin að eyða helmingnum af upphæðinni en peningana notaði hann til að fara í frí til Amsterdam og til Íslands.

Ljósmynd: DV/Hanna

Stephen hélt því fram fyrir dómi að hann væri á kúpunni og þyrfti að reiða sig á örorkubætur til að draga fram lífið

Kvaðst hann þurfa á peningunum að halda til að greiða fyrir sálfræðiþjónustu þar sem hann væri illa haldin af áfallastreituröskun vegna atburða sem áttu sér stað í æsku. Þá hélt hann því fram að vinir hans hefðu greitt fyrir hann ferðakostnaðinn til Hollands og Íslands.

Dómari hlustaði ekki á þau rök og skipaði Stephen að borga helming upphæðarinnar til baka ella sitja inni í 6 mánuði.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala
Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“

„Grípa margir til þeirra örþrifaráða að flýta fyrir eigin dauða“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“

Forsetaframbjóðandi greiddi fyrir viðtalið í NBC – Segir verðið trúnaðarmál – „I´m Gonna Win, There You Go“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“

Halla tjáir sig um ferilskrána: „Ég hef enga ástæðu til að ýkja eitt eða neitt í mínum bakgrunni“