fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Mæla með að fólk bíði með að fá sér iPhone Xs

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. september 2018 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Símagagnrýnendur eru sammála að það sé best að sleppa því að kaupa hinn nýja iPhone Xs og iPhone Xs Max og bíða frekar eftir iPhone XR sem kemur á markað síðar í haust á lægra verði.

Xs og Xs Max eru væntanlegir í búðir á næstunni og eiga að koma í staðinn fyrir iPhone X sem kom út í fyrra.

iPhone Xs Max er stærsti síminn sem Apple hefur búið til, með 6,5 tommu skjá. Nýju símarnir eru mjög dýrir og koma til með að kosta um og yfir 200 þúsund krónur.

Gagnrýnendur sem sérhæfa sig í snjallsímum eru sammála að uppfærslan sé ekki nógu mikil til að það taki því að kaupa iPhone Xs. Segir Joanna Stern hjá Wall Street Journal að það sé best að bíða eftir iPhone XR. „Ef þú getur ekki setið á þér að fá nýja Max-skjáinn þá er engin ástæða til að fá sér Xs,“ segir Stern og bætir við: „Það er meiri hraði, en alls ekki nóg til að það taki því að borga hundruð þúsunda.“

Raymond Wong hjá Mashable tekur í sama streng: „Ef verðið skiptir þig máli þá er best að bíða eftir iPhone XR, hann verður nánast sami sími og iPhone Xs nema með minni skjá og aðeins eina myndavél á bakhliðinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Stöð 2 lækkar verð
Fréttir
Í gær

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar

Segist enga tengingu hafa við heimalandið en verður samt að sitja í fangelsi þar
Fréttir
Í gær

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu

Kíghósti greinist hjá nokkrum ótengdum einstaklingum á höfuðborgarsvæðinu