fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Halldór svarar Áslaugu Örnu – Stimplaður sem dóni og ruddi: „Hefur greinilega ekki húmor“

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 20. september 2018 14:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halldór Jónsson, sem skrifaði gífurlega umdeildan pistil sem rataði í Staksteina Morgunblaðsins, svarar Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, ritara Sjálfstæðisflokksins, í nýju bloggi. Áslaug gagnrýndi Morgunblaðið harðlega fyrir að endurbirta orð Halldórs í pistli sem birtist í sama blaði fyrr í dag.

„Áslaug Arna hefur greinilega ekki húmor fyrir því ef ég reyni að gera að gamni mínu. Maður reynir að gera að gamni sínu en er líklega of stórkarlalegur í orðavali og karlagrobbi. Áslaug Arna stimplar mig því sem hinn versta dóna og rudda  vegna pistils sem ég setti á bloggið til að vekja athygli á því hvernig demókratar hundelta dómara sem Trump vildi skipa í Hæstarétt Bandaríkjanna fyrir eitthvað sem hann gerði í æsku sinni fyrir margt löngu,“ skrifar Halldór.

Sjá einnig: Áslaug Arna gagnrýnir Morgunblaðið – „Að vísa í gamla tíma réttlætir ekki ofbeldi eða kvenfyrirlitningu“

Hann birtir svo pistil Áslaugar í heild sinni en þar sagði hún meðal annars: „Ég kæri mig lítið um að menn blandi dólgslegri hegðun í garð kvenna inn í umræðu um pólitískan rétttrúnað og saki þá sem ekki hlæja að gömlum groddarasögunum um að hafa tapað sér í rétttrúnaði.“

Halldór segist ekki hafa átt neinn þátt í því að Morgunblaðið endurbirti blogg hans í Staksteinum og hann hafi ekki verið spurður. „Enn síður minnist ég þess að nokkurn tímann hafi komið upp eitthvað ofbeldismál stráka gagnvart stúlkum í minni skólatíð. Í þá daga gættu menn fyllstu háttvísi og virðingu og vissu að nei þýddi nei. Sá sem hefði sýndi einhvern ruddaskap hefði ekki sloppið vel frá slíku í skólasamfélaginu og alls ekki meðal strákanna. Og dansæfingarnar voru siðsamar í alla staði þó mér finnist merkilegt núna að ekki hafi verið kveikt í skólanum með reykingunum sem þá tíðkuðust. Og illindi þekktust ekki það ég vissi,“ segir Halldór.

Að lokum virðist hann hálfpartinn biðjast afsökunar á orðum sínum: „En sem sagt, aldrei vissi ég til neins óviðeigandi af hálfu stráka í garð stelpna og væri sjálfur óhræddur við frásagnir skólasystranna þó að ég sé ekki að sækjast eftir neinum  pólitískum frama hjá Trump eða álíka sjálfstæðismönnum. Enda var ég nú bara að reyna að vera sniðugur í ábyrgðarlausu bloggi mínu sem ég er víst ekki að smekk Áslaugar Örnu og þykir mér það miður að hafa stuðað hana svona sem var ekki meiningin.“

Áslaug virðist þó hafa húmor fyrir þessu öllu, líkt og sjá má á Twitter síðu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flugfreyja hjá WOW air: „Veröld mín hrundi“

Flugfreyja hjá WOW air: „Veröld mín hrundi“
Fyrir 3 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 3 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögregla aðstoðaði átta einstaklinga sem voru í andlegu ójafnvægi

Lögregla aðstoðaði átta einstaklinga sem voru í andlegu ójafnvægi
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Inga Sæland ósátt og vill efla lögregluna: Jóhann – „Við erum nánast að drukkna í svona málum“

Inga Sæland ósátt og vill efla lögregluna: Jóhann – „Við erum nánast að drukkna í svona málum“