fbpx
Þriðjudagur 23.apríl 2024
Fréttir

Morgunblaðið birtir orð Halldórs sem varði Downey: „Rétttrúnaður að mega ekki troða sér í sleik við konur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 19. september 2018 09:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Morgunblaðið endurbirtir í Staksteinum í dag blogg eftir sennilega einn umdeildasta Sjálfstæðismann Íslands, Halldór Jónsson. Það vakti mikla athygli í fyrra þegar Halldór kom Robert Downey, áður Róbert Árni Hreiðarsson, til varnar. Í annarri færslu líkti hann múslimum við rottur og ræningja. Í mars efaðist hann svo um sannleika samkynhneigðs flóttamanns og sagði kynsvelti úrræði fyrir „blámann“.

Nú beinir Halldór sjónum sínum að kynferðislegri áreitni og þá sérstaklega í samhengi við mál Orkuveitu Reykjavíkur. „Þegar ég hugsa til baka hvernig maður hegðaði sér á dansæfingum í MR. Búinn að tendra sig upp á brennivíni og Camelsmók bauð maður stelpunum upp og reyndi allt til að vanga þær og trukka og helst að komast í sleik. Þessi hegðun myndi koma í veg fyrir að ég yrði samþykktur í embætti ef Trump myndi vilja hygla mér eins og Kawanough eða hvernig það er stafað. Sá kall hegðaði sér eitthvað svona á menntaskólaböllum fyrir einum þrjátíu árum. Nú ætla demókratarnir að nota það til að hindra að þessi dóni komist í Hæstarétt Bandaríkjanna,“ skrifar Halldór á blogg sitt og Morgunblaðið birtir í Staksteinum.

Halldór óskar þess að konur myndu fremur hafa frumkvæði að daðri. „Ef bara hefðu verið dömufrí í MR í gamla daga hefði mér líklega sjaldnar verið boðið upp en þeim myndarlegri.  Fyrir bragðið hefði ég líklega minna á samviskunni varðandi mögulegt embættisgengi og færri stelpur hefði talið sig geta hankað mig á einhverju, þó svo að ég hafi ekki orðið var við mikla mótspyrnu þeirra á þeim tíma. En kannski hef ég bara fattað þetta vitlaust eins og þeir í Orkuveitunni. Ef bara konur mættu hafa kynferðislegt frumkvæði í formi almenns dömufrís en ekki þessir ólaungröðu kallar sem vaða allstaðar uppi, bæði prelátar, paragraffistar og pólitíkusar, þá yrðu kannski færri vandræði en nú ríða allstaðar húsum,“ segir Halldór.

Þess má geta að Þorsteinn Halldórsson, sem var nýlega dæmdur í sjö ára fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn ungum pilti, er sonur Halldórs. Sá sem skrifar umgjörðina um orð Halldórs í Staksteinum virðist gera sér grein fyrir því hversu umdeildur Halldór þykir og segir í upphafi: „Ekki er víst að óhætt sé að endurbirta pistil Halldórs Jónssonar“.

Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, gagnrýnir á Twitter að Morgunblaðið birti slíkan pistil í ritstjórnargrein: „Ritstjórnargrein í Mbl. Um pistil sem lýsir því yfir að það sé bölvað vesen og réttrúnaður að mega ekki lengur drekka sig í gang til að „trukka“ og troða sér í sleik við konur sem vilja það ekki. Illa farið með rétt kalla til að brjóta á og niðurlægja konur.“

Fleiri hafa gagnrýnt þetta, svo sem Stígur Helgason, fréttamaður á RÚV.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið

Bongóblíða á landinu í dag og sumarið handan við hornið
Fréttir
Í gær

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga

Úkraínumenn skutu rússneska sprengjuflugvél niður – Getur þvingað Rússa til breytinga