fbpx
Laugardagur 20.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur í Brimi grunaður um „alvarleg brot“

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 19. september 2018 06:20

Guðmundur Kristjánsson og bróðir hans, Hjálmar Kristjánsson, eru eigendur Brims

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkeppniseftirlitið segir að ef frummat stofnunarinnar sé á rökum reist séu viðskiptahættir Guðumundar Kristjánssonar, aðaleiganda Brims og HB Granda, „alvarleg brot“ á samkeppnislögum. Eftirlitið gerir fjórar alvarlegar athugasemdir við viðskiptahætti Guðmundar.

Fréttablaðið skýrir frá þessu í dag. Fram kemur að í bréfi frá Samkeppniseftirlitinu komi fram að þar sem Guðmundur sé aðaleigandi Brims og nú forstjóri HB Granda geti það leitt til brota á samkeppnislögum. Guðmundur tók við forstjórastarfinu í júní í kjölfar þess að hann keypti kjölfestuhlut í fyrirtækinu.

Einnig kemur fram í bréfinu að það geti leitt til samkeppnisbrota að Guðmundur sitji í stjórn Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum og sé um leið aðaleigandi Brims. Guðmundur gekk úr stjórn Vinnslustöðvarinnar í vor og seldi þriðjungshlut sinn í fyrirtækinu í gær.

Samkeppniseftirlitið telur einnig að hugsanlega hafi tilkynningarskyldur samruni átt sér stað þegar Brim eignaðist hlut í HB Granda en þetta hafi ekki verið tilkynnt til eftirlitsins. Sömuleiðis hafi tilkynningarskyldur samruni hugsanlega átt sér stað 2016 þegar Brim keypti Ögurvík.

Niðurstaða liggur ekki fyrir í málinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Hvalur sprakk í tætlur

Nýlegt

Hvalur sprakk í tætlur
Fréttir
Í gær

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“

Sanna birtir ferðasögu: Var lengur í strætisvagninum en í fermingarveislunni – „Það var gott að fá þessa strætóreynslu“
Fréttir
Í gær

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”

Siggi stormur óvenju bjartsýnn varðandi sumarið – „Ég er eiginlega í sjöunda himni yfir þessu”