fbpx
Fimmtudagur 25.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Tugir vændiskvenna í miðbænum: Niðurstaðan er sláandi og allt í boði

Tómas Valgeirsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Mánudaginn 17. september 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Reykjavík er að finna tugi vændiskvenna af ýmsum þjóðernum. Blaðamaður DV pantaði þjónustu hjá yfir 20 konum á einni kvöldstund þar sem verð fyrir hálftíma var 25 þúsund en 35 þúsund fyrir klukkutíma. Fyrir endaþarmsmök var rukkað 15 þúsund aukalega. Konurnar voru með aðsetur víða miðsvæðis og gistu margar í leiguíbúðum Íslendinga í gegnum hið fræga Airbnb eða á gistiheimilum. Blaðamenn DV fylgdust með nokkrum húsum þar sem vændiskonur höfðu aðsetur og urðu þar vitni að því þegar íslenskir karlmenn keyptu sér þjónustu kvennanna.

Í umfjöllun DV má sjá hvar í Reykjavík vændiskonurnar voru með aðsetur. Tekið skal fram að DV ræddi aðeins við brot af þeim konum sem auglýsa þjónustu sína á hinum ýmsu síðum. Þá leiddi rannsókn DV einnig í ljós að ætla megi að á Íslandi sé að finna fólk sem hafi tekjur af vændisstarfsemi með því að hafa milligöngu með vændi.

Vændi og mansal eykst

Alexander Manrique Elíasson var grunaður um að skipuleggja vændisstarfsemi í íbúð við Fiskakvísl

Sumir kalla vændi elstu starfsgrein í heimi á meðan aðrir telja vændi einfaldlega vera kynferðisofbeldi, að karlmenn séu að nýta sér neyð kvenna. Á síðustu áratugum hefur vændi sem og mansal á konum aukist og vex vændismarkaðurinn hvað örast, næst á eftir eiturlyfja- og vopnamarkaðnum. Í sumum löndum er vændi leyft, en í flestum löndum laumast karlmenn inn um bakdyr eða í skjóli myrkurs. Þannig er það alla vega á Íslandi.

Lög sem banna vændiskaup voru sett árið 2009. Ísland fetaði þar í fótspor Svíþjóðar sem hafði fyrst þjóða sett slík lög. Vændi á Íslandi fer fram neðanjarðar í þeim skilningi að mál tengd vændi lenda sjaldan inni á borði lögreglu. Á síðustu árum hafa hin ýmsu mál ratað inn á borð lögreglu eða fjölmiðla. Alvarlegasta málið í seinni tíð verður að teljast þegar upp komst að Alexander Manrique Elíasson var grunaður um að skipuleggja vændisstarfsemi í íbúð við Fiskakvísl í Ártúnsholti á sama tíma og hann starfaði hjá Barnavernd. Þrjár stúlkur frá Perú seldu blíðu sína í nokkrar vikur í íbúðinni áður upp komst um athæfi Alexanders sem hafði haft uppi háleitar hugmyndir um starfsemina, en hann er talinn hafa ætlað að sölsa undir sig íslenska vændismarkaðinn.

Vændiskonur í íbúðum Íslendinga

DV kannaði einnig vændi sem á sér stað í Airbnb-íbúðum og gistiheimilum. Eina kvöldstund hafði DV samband við yfir tuttugu konur og var auðsótt mál að fá þá þjónustu sem þær auglýstu á hinum ýmsu síðum. Konurnar voru flestar til húsa miðsvæðis í Reykjavík. Flestar konurnar auglýstu á City of Love og hafa auglýsingar á vefsíðunni aukist jafnt og þétt undanfarin ár, þótt talsvert sé um að sama konan sé með fleiri en eina auglýsingu. Sterk tengsl virðast vera á milli fjölgunar ferðamanna og starfsemi vændiskvenna. Það er misjafnt hvað konurnar bjóða upp á, en þær auglýsa allt frá hefðbundnu kynlífi yfir í svæsið ofbeldi þar sem karlmanninum er boðið að ganga hart fram gegn greiðslu, og dæmi um að konur bjóði karlmönnum að slá sig á meðan á „kynlífi“ stendur líkt og í svæsnum klámmyndum.

Margar konurnar virtust vera á eigin vegum en rannsókn DV leiddi einnig í ljós að svo virðist sem þriðji aðili hafi tekjur af vændi. Þegar blaðamaður DV hafði hringt í konurnar var hringt í síma blaðamanns og spurt hvað honum gengi til. Af hverju í ósköpunum hann væri að hringja í allar þessar stúlkur. Hann væri búinn að panta sér þjónustu hjá sex stúlkum á skömmum tíma. Af þessu má draga þá ályktun að einhver haldi utan um konurnar á meðan þær eru hér á landi og geri þær út eins og í tilviki barnaverndarstarfsmannsins fyrr á árinu.

Snorri Birgisson, sem er sérfræðingur í mansali hjá lögreglunni, hefur sagt mörg tilvik hafa komið upp þar sem vændi er stundað í skammtímaleiguíbúðum, svo sem Airbnb. Hefur Snorri sagt að gestgjafar séu ekki alltaf meðvitaðir um í hvaða tilgangi fólk komi hingað til lands og átti sig ekki á að vændi geti verið ástæðan. Sjaldgæft sé að húseigendur eða nágrannar tilkynni grun um vændi.

Eitt heimilisfang kom oftar upp en önnur í rannsókn DV, en það er Hverfisgata 105 í Reykjavík, sem er við hlið höfuðstöðva Lögreglunar á höfuðborgarsvæðinu. Í því umrædda húsnæði bjóða margar konur þjónustu sína. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þetta húsnæði kemst í fréttirnar en í því stundaði Catalina Ncogo umtalsverða vændisstarfsemi sem hún fékk þriggja og hálfs árs dóm fyrir árið 2010.

DV fylgdist með kaupendum

Meðan á rannsókn DV stóð yfir fylgdust blaðamenn með íbúðum þar sem vændiskonur höfðust við. Þar sáu blaðamenn íslenska karlmenn kaupa sér aðgang að konum. Blaðamenn staðfestu að um íslenska karlmenn var að ræða með því að taka niður bílnúmer og jafnvel aka á eftir mönnunum til síns heima en á mynd má sjá þegar vændiskaupandi kemur út af 101 Skuggi Guesthouse en um er að ræða fjölskyldumann í Kópavogi. Það eru því ekki aðeins erlendir ferðamenn sem nýta sér neyð þessara kvenna. Slíkt gera íslenskir karlmenn líka.

 

Margir karlar lifa í þeirri blekkingu að hægt sé að greina á milli þess hvaða konur séu seldar mansali og hvaða konur séu í vændi af „fúsum og frjálsum vilja“. Í umfjöllun Kvennaathvarfsins um mansal og vændi, þar sem bent er á ábyrgð þeirra sem kaupa konur, segir:

„Kona sem ber harminn utan á sér er ekki góð söluvara og oft liggur líf og heilsa þeirra við að afla sem mestra tekna. Að sjálfu leiðir að kúnninn fær þá ímynd sem hann sjálfur kýs og getur sannfært sig um að hann eigi í viðskiptasambandi á jafnréttisgrundvelli.“

En niðurstaðan er sláandi. Vændi grasserar í Reykjavík, í leiguíbúðum og gistiheimilum sem aldrei fyrr, þar sem allt er í boði. Það er hægt að borga fyrir kynlíf, endaþarmsmök, munnmök, láta berja sig og jafnvel borga fyrir það að fá að berja konur. Og það gera bæði erlendir og íslenskir karlmenn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Hörður Sigurgestsson er látinn

Hörður Sigurgestsson er látinn
Fréttir
Í gær

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“

Kári vill lækka kostnað heimilanna: „Við eigum að hafa raforkuna á framleiðsluverði og ekki krónu umfram það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við

Bubbi áhyggjufullur: Barnanna bíður ekkert nema helvíti ef við bregðumst ekki við
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað

Miklar breytingar hjá Coca-Cola á Íslandi: Coke Zero umturnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt

Tekinn á 145 á Reykjanesbraut: Það varð ferðamanninum dýrkeypt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“