fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Unnið að endurreisn WOW ?

Fréttir

Stefán varð fyrir líkamsárás í starfi sínu sem dyravörður: „Ég vona að árásamaðurinn geri sér grein fyrir hvað hann tók mikið frá mér“

Auður Ösp
Föstudaginn 14. september 2018 16:08

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stefán Páll Þórðarson varð fyrir líkamsárás fyrir tæpu ári þegar hann starfaði sem dyravörður á skemmtistað í miðborginni. Í kjölfarið var hann greindur með höfuðtaugakveisu (e. Hortons) og glímir við síversnandi sjón á hægra auga en hvort tveggja er talið bein afleiðing árásarinnar. Í dag getur hann ekki unnið fullt starf. Sökum þess að hann fær atvikið ekki skráð sem vinnuslys þá reynist honum erfitt að fá greiddar bætur frá Sjúkratryggingum Íslands. Hann segir vinnuaðstæður dyravarða á skemmtistöðum hafa versnað mikið undanfarin ár.

Frásögn Stefáns er svo sannarlega ekki einsdæmi en fyrir rúmlega tveimur vikum greindi DV frá því að tveir dyraverðir hefðu orðið hrottalegri árás fjögurra manna á skemmtistaðnum Shooters. Annar þeirra kanna hafa orðið fyrir alvarlegum mænuskaða. Fjórir menn voru handteknir vegna árásarinnar og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu lögreglustjóra um tveggja vikna varðhald yfir þeim til 7. september. Í kjölfar fréttarinnar hafa vaknað upp  umræður um starfsöryggi dyravarða í miðborg Reykjavíkur.

Skemmtistaðurinn Shooters. Myndin er úr safni.

Erfitt að vera viðbúinn árás

„Þetta gerðist ansi hratt. Þetta var aðfaranótt 22. september í fyrra,“ segir Stefán í samtali við DV.

„Árásin kom þannig til að eldri maður var að skemmta sér með kærustunni sinni og keypti flösku á staðnum. Kærastan vildi fá sér óskalag frá plötusnúði staðarins sem var ekki tekið í mál. Þegar kærastan var farin kom árásamaðurinn æstur til baka og ætlaði þá að taka í plötusnúðinn, en lét sér það víst nægja að slá mig frekar í höfuðið.  Eftir mikið bras að koma honum út, þar sem það þurfti mig og tvo barþjóna að aðstoða mig, náðum við honum út þar sem hann sló mig aftur í höfuðið og hvarf svo. Það er í raun enginn tilbúinn þegar svona gerist, sekúndur verða eins og mínútur og viðbragðstíminn enginn.“

Stefán segir árásina hafa hafa alvarlegar langtímaafleiðingar og skert lífsgæði hans mikið.

Þetta byrjaði þannig að ég vaknaði á mánudags morgun með hausverk og svima. Ég fór samt í vinnuna en ég starfaði á þessum tíma hjá Vodafone. Eftir að hafa verið í vinnunni í smá stund var ég hættur að geta setið og sveiflaðist svolítið til og frá og bullaði einhver orð. Þá var ég sendur heim og þaðan fór ég uppá spítala. Ég var rúmliggjandi næstu daga eftir það og gat nær ekkert séð um mig sjálfur. Svo fór þetta að versna með tímanum og ég fékk í raun ekki almennilega skoðun fyrr en ég hitti lækni á Læknavaktinni sem benti mér á að þetta væri mögulega Hortons.

Læknarnir héldu fyrst að ég væri að  upplifa eftirköst af heilahristingi en nokkrum mánuðum seinna kom í ljós að þetta væri Hortons.“

Þarf að loka sig af í verstu köstunum

„Mitt núverandi ástand er slæmt. Ég er með hausverk nær allan daginn. Svo eru það mígrenisköst sem koma öðru hvoru, en það tvennt er ekkert í líkingu við það hvernig Hortons er. Þá get ég ekki verið í miklu ljósi, helst engin lykt, og ég get ekkert borðað eða drukkið því það gerir þetta verra. Eina sem ég get gert er að loka mig inn í herbergi í algjörri þögn og ljósleysi og bíða eftir að þetta klárist.

Ef ég ætti að lýsa verknum þá er þetta eins og það sé verið að berja á höfuðið á mér stanslaust. Þessir verkir standa yfir í allt frá 30 mínútum og upp í eina og hálfa klukkustund og engin verkjalyf sem ég hef prófað koma í veg fyrir þetta. Þetta er verst á kvöldin og nóttunni og þá vakna ég í verkjum. Ég er með gleraugu sem draga úr líkunum að þetta gerist en það er bara ekki nóg.“

Stefán tilkynnti árásina til lögreglu og er málið ennþá í rannsókn. Enn er  óvíst hvort gefin verði út ákæra á hendur manninum.

„Ég er með lögfræðing í málinu og það er bara verið að bíða eftir því að ég klári síðasta læknatímann hjá augnlækni í desember, til að sjá hvort ég sé að fara að tapa sjóninni á hægra auga.“

Líkt og áður segir þá hefur Stefán ekki ennþá fengið atvikið skráð sem slys hjá Sjúkratryggingum Íslands.

„Nú styttist í að það sé liðið ár síðan þetta átti sér stað og þá er það ekki hægt lengur. Sem mun skerða mál mitt gegn árásarmanninum mikið. Ég vona það besta, en þetta er Ísland og maður veit aldrei hvernig svona mál fara.“

Myndi gefa allt til að fá heilsu á ný

Stefán hætti að vinna sem dyravörður eftir árásina og segist hafa fengið sig fullsaddan af bæði launakjörunum og vinnuaðstæðunum.

„Ég vann lengi áður sem öryggisvörður hjá Securitas og hef því mikla reynslu á því að eiga við fólk. En þrátt fyrir það þá fór þetta svona.“

Hann segist hafa þurft að þola ýmislegt í starfi sínu sem dyravörður.

„Það eru nokkuð mörg skipti þar sem ég stóð vakt í hurðinni og svo fór að myndast röð. Þá var ekki óalgengt að menn og konur komu og vildu troða sér framfyrir röðina og fara inn strax og ef það gekk ekki þá var maður kallaður allskyns niðrandi orðum, oft til að reyna að kalla fram einhverskonar viðbrögð. Ég varð nokkrum sinnum fyrir því að drykk var skvett á mig eða í átt að mér og svo var jafnvel einn sem gerði góða tilraun til að hrækja á mig.

Stefán telur engan vafa á því að vinnuaðstæður dyravarða í miðborginni séu sífellt að verða hættulegri og ofbeldið grófara nú en áður. Launakjörin séu engan veginn í samræmi við álagið sem fylgi starfinu. Á mörgum stöðum sé ungt og óreynt fólk í vinnu, eða þá útlendingar með takmarkaða íslenskukunnáttu. „Þá komast skemmtistaðirnir upp með það að borga lág laun og hugsa minna um öryggi og aðstæður gæslunnar sem þeir hafa.

Ég held að það versta við þetta er að það eru til sögur í þessum bransa sem fara svo mikið lengra en mín. Eins mikið og ég vona að ég vinni þetta mál þá myndi ég gefa allt til að fá heilsuna aftur í eðlilegt form og farið að vinna aftur. Ég hef verið mikill vinnuþjarkur alla mína ævi og ég vona að árásamaðurinn geri sér grein fyrir hvað hann tók mikið frá mér, og allt útaf því að kærasta hans fékk ekki óskalagið sitt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Lögregla lagði hald á mikið magn kannabis og amfetamíns

Lögregla lagði hald á mikið magn kannabis og amfetamíns
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“

Sara Sjöfn fokreið: „Hvað er verið að bjóða okkur uppá?“
Fréttir
Í gær

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Í gær

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Atla Heimis: „Fyrsti besti vinur minn í þessu lífi“

Margir minnast Atla Heimis: „Fyrsti besti vinur minn í þessu lífi“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
FréttirPressan
Fyrir 3 dögum

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf

Þessi spurning leiddi til handtöku eiginmannsins, 38 árum eftir að hún hvarf
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“

Vilhjálmur orðlaus: Vörur fyrirtækisins verði sniðgengnar – „Þessi hótun er með svo miklum ólíkindum“