fbpx
Fimmtudagur 20.júní 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Heyrðu samtal blaðamanns við vændiskonu á skemmtistað í Reykjavík: „Ég get ekki beðið, ég vil þig núna“

Tómas Valgeirsson og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson
Föstudaginn 14. september 2018 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Reykjavík er að finna tugi vændiskvenna af ýmsum þjóðernum. Blaðamaður DV pantaði þjónustu hjá yfir 20 konum á einni kvöldstund þar sem verð fyrir hálftíma var 25 þúsund en 35 þúsund fyrir klukkutíma. Fyrir endaþarmsmök var rukkað 15 þúsund aukalega. Konurnar voru með aðsetur víða miðsvæðis og gistu margar í leiguíbúðum Íslendinga í gegnum hið fræga Airbnb eða á gistiheimilum. Blaðamenn DV fylgdust með nokkrum húsum þar sem vændiskonur höfðu aðsetur og urðu þar vitni að því þegar íslenskir karlmenn keyptu sér þjónustu kvennanna. Þá könnuðu blaðamenn DV hvort mögulegt væri að kaupa vændi á Kampavínsklúbbum. Á upptöku sem birt er að neðan má heyra að slíkt er auðsótt og rannsókn DV síðustu vikur staðfestir að vændi er vandamál á Íslandi.

Í umfjöllun DV má sjá hvar í Reykjavík vændiskonurnar voru með aðsetur. Tekið skal fram að DV ræddi aðeins við brot af þeim konum sem auglýsa þjónustu sína á hinum ýmsu síðum. Þá leiddi rannsókn DV einnig í ljós að ætla megi að á Íslandi sé að finna fólk sem hafi tekjur af vændisstarfsemi með því að hafa milligöngu með vændi.

Þetta er brot úr lengri umfjöllun sem birtist í helgarblaði DV.

Vændi og mansal eykst

Sumir kalla vændi elstu starfsgrein í heimi á meðan aðrir telja vændi einfaldlega vera kynferðisofbeldi, að karlmenn séu að nýta sér neyð kvenna. Á síðustu áratugum hefur vændi sem og mansal á konum aukist og vex vændismarkaðurinn hvað örast, næst á eftir eiturlyfja- og vopnamarkaðnum. Í sumum löndum er vændi leyft, en í flestum löndum laumast karlmenn inn um bakdyr eða í skjóli myrkurs. Þannig er það alla vega á Íslandi.

Lög sem banna vændiskaup voru sett árið 2009. Ísland fetaði þar í fótspor Svíþjóðar sem hafði fyrst þjóða sett slík lög. Vændi á Íslandi fer fram neðanjarðar í þeim skilningi að mál tengd vændi lenda sjaldan inni á borði lögreglu. Á síðustu árum hafa hin ýmsu mál ratað inn á borð lögreglu eða fjölmiðla. Alvarlegasta málið í seinni tíð verður að teljast þegar upp komst að Alexander Manrique Elíasson var grunaður um að skipuleggja vændisstarfsemi í íbúð við Fiskakvísl í Ártúnsholti á sama tíma og hann starfaði hjá Barnavernd. Þrjár stúlkur frá Perú seldu blíðu sína í nokkrar vikur í íbúðinni áður upp komst um athæfi Alexanders sem hafði haft uppi háleitar hugmyndir um starfsemina, en hann er talinn hafa ætlað að sölsa undir sig íslenska vændismarkaðinn.

Árið 2007 var herraklúbbnum Strawberries lokað vegna gruns um milligöngu um vændi. Sambærilegt tilfelli átti sér stað með skemmtistaðinn VIP Club árið 2013. Til þess að fara afsíðis með konu þurfti að borga fyrir kampavín sem kostaði frá tuttugu þúsund krónum og allt upp í tæpa hálfa milljón króna.

Skemmtistaðurinn Shooters við Austurstræti 12a hefur verið mikið í umræðunni upp á síðkastið. Undir lok ágústmánaðar var lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kölluð að skemmtistaðnum vegna slagsmála þar inni. Tveir af dyravörðum staðarins höfðu orðið fyrir alvarlegri líkamsárás.

Frá því að staðnum var komið á laggirnar lék grunur á að vændi ætti sér stað undir þeim formerkjum að keyptur væri sérstakur „kampavínsdíll“ og kemur þaðan lýsingin herraklúbbur. „Besta fullorðinsskemmtun Reykjavíkur“ auglýsir klúbburinn á samskiptamiðlum.

Á vefnum Reddit hefur staðurinn verið ræddur í þaula og hafa margir velt fyrir sér þeim vafasömu sögusögnum sem staðnum fylgja. Einn notandinn fullyrðir að staðurinn sé þekktur fyrir að svindla á ölvuðu fólki. Á Facebook-síðu staðarins skrifaði Hjörtur Geirsson tónlistarmaður: „Glatað hóruhús.“ DV reyndi að ná tali af Hirti án árangurs.

Sýnt hefur verið fram á tengsl milli Shooters og forvera staðarins, VIP Club, sem var í sama húsnæði. VIP Club var lokað af lögreglu vegna gruns um að vændi væri stundað á staðnum.

Hægt að kaupa vændi á Shooters

Á meðan DV var að kanna vændisheiminn á Íslandi barst ábending um að auðsótt væri að kaupa vændi á Shooters. Heimildarmaður DV sem þekkir vel til starfseminnar sagði: „Það er auðvitað harðbannað að kaupa vændi, en það er ekkert sem segir að þú megir ekki kaupa kampavínsflösku á nokkur hundruð þúsund og einhverjir ónefndir aukaglaðningar fylgi með.“

Þegar blaðamenn DV fóru á staðinn brugðu þeir sér í hlutverk ferðamanna. Strax og gengið var inn á staðinn kom í ljós að heimildarmaðurinn hafði á réttu að standa. Í tröppunum á Shooters tóku konurnar á móti blaðamönnum á fyrstu hæð. Skömmu síðar urðu reglurnar skýrar. Ef kúnninn festir kaup á kampavíni er honum boðið í lokað herbergi.

Á bak við luktar dyr er svo boðið upp á einkasýningar en fyrir 14 þúsund krónur buðust konurnar til að fækka fötum. Í reykingaherbergi fyrir starfsfólk inni á staðnum er búið að krota á vegginn setninguna „No money, no honey“. Einnig er boðið upp á að keypt sé kampavín á 100 þúsund krónur. Í því tilboði er allt innifalið, sem sagt aðgangur að líkama konunnar. Það staðfestu blaðamenn DV en samtalið var tekið upp og má heyra, eins og áður segir í fullri lengd á DV.is, en brot úr samtalinu má lesa hér.

„Ég vil fara með þig í einkaherbergi, við getum ekki gert neitt hér,“ sagði konan.

Ég geri mér grein fyrir því, svaraði blaðamaður.

„Við getum ekki gert neitt hér í opnu rými fyrir framan alla,“ bætti konan við.

Kostar það hundrað þúsund? spurði blaðamaður.

„Já. Við munum eiga magnaða lífsreynslu saman.“

Er allt innifalið í þeirri lífsreynslu?

„Auðvitað. Ertu hrifinn af stellingunni 69?“ spurði konan og blaðamaður svaraði játandi. „Drífum okkur þá.“

Blaðamaður kvaðst þá einungis hafa 40 þúsund krónur í veskinu. Konan svaraði að ekkert væri upp úr því að hafa. Blaðamaður sagðist þá þurfa að fara í hraðbanka en konan sagðist ekki hafa tíma til bíða eftir því.

„Þér liggur sem sagt á,“ sagði blaðamaður.

„Já. Ég er mjög spennt. Ég vil fá þig upp í herbergið. Þetta rými hér er óþægilegt. Við þurfum að fara upp. […] Komdu elskan,“ sagði konan og upplýsti aftur að í lokuðu rými á þriðju hæð staðarins gætu þau verið í næði þar sem vændið fer fram.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Íslenski tannlæknirinn sem hvarf í Hollandi vann hjá Heimi Hallgrímssyni í fyrra

Íslenski tannlæknirinn sem hvarf í Hollandi vann hjá Heimi Hallgrímssyni í fyrra
Fréttir
Í gær

Kennari liggur undir þungu ámæli vegna skrifa um nemendur: Segir íslenska grunnskólanemendur beita ofbeldi og fölskum ásökunum

Kennari liggur undir þungu ámæli vegna skrifa um nemendur: Segir íslenska grunnskólanemendur beita ofbeldi og fölskum ásökunum
Fréttir
Í gær

Þremenningunum sleppt úr haldi: Rannsókn sögð miða vel – Fíkniefnamisferli og peningaþvætti

Þremenningunum sleppt úr haldi: Rannsókn sögð miða vel – Fíkniefnamisferli og peningaþvætti
Fréttir
Í gær

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“

Ung hjón unnu rúmar 30 milljónir um helgina: „Þau ætla að byrja á að fagna útskrift“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“

Íslenskir þjóðernissinnar hjóla í fjallkonuna: „Þessi kona er amerísk og á að vera stolt af því“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Gróðureldar geta breiðst út í Reykjavík og skapað mikla hættu

Gróðureldar geta breiðst út í Reykjavík og skapað mikla hættu