fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Atli Fannar búinn að fá nóg: „Hvað gera ráðalausir foreldrar í Reykjavík almennt?“

Óðinn Svan Óðinsson
Föstudaginn 14. september 2018 09:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fjölmiðlamaðurinn Atli Fannar Bjarkason segir ástandið í dagvistunarmálum í Reykjavík hætt að vera fyndið. Hann leitar nú logandi ljósi að dagvistunarúrræði fyrir son sinn og biðlar til vina og vandamanna að hafa augun opin.

„Ég elska Reykjavík en þetta ástand í dagvistunarmálum er hætt að vera fyndið. Eða orðið mjög fyndið á sama hátt og það er fyndið að sjá fólk detta á rassinn,“ skrifar Atli í grein á Facebook. Hann greinir frá því að hann og kona hans hafi fullnýtt fæðingarorlof og við tekur mikil óvissa. 

„Hvað gera ráðalausir foreldrar í Reykjavík almennt? Ég skil ekki alveg af hverju maður ætti að búa hérna ef manni finnst gaman að búa til börn. Það kostar pening að gefa þessu að éta og skotheldasta leiðin til að búa til peninga er að fara út og vinna. Reykjavík, skrifaðu þetta hjá þér,“ skrifar Atli sem fékk þau svör frá Reykjavíkurborg að ekki væri pláss á leikskóla fyrir son hans fyrr en næsta haust.

Atli biðlar til fólks sem kann að vita um lausn að hafa samband. „Við þiggjum allar ábendingar um laus pláss með þökkum — við tökum bæði við slíkum skilaboðum.“

Færsla Atla í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala