fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Guðmundar- og Geirfinnsmálin verða tekin fyrir í Hæstarétti í dag – Krefjast sýknu og yfirlýsingar um sakleysi

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 13. september 2018 06:08

Sakborningar í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag og á morgun fer fram munnlegur málflutningur í Guðmundar- og Geirfinnsmálunum. Þar munu bæði ákæruvaldið og hinir ákærðu krefjast sýknu. Það er því erfitt að sjá annað en að Hæstiréttur muni sýkna hina ákærðu. Ragnar Aðalsteinsson, verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, segir miklu skipta hvernig forsendur sýknudómsins verða orðaðar.

„Ég fer fram á að skjólstæðingur minn verði ekki aðeins sýknaður heldur verði hann lýstur saklaus í forsendum dómsins.“

Hefur Fréttablaðið eftir Ragnari í umfjöllun um málið í dag.

„Sýkna þýðir auðvitað ekkert annað en að ekki hafi tekist að sanna sektina.“

Er haft eftir Ragnari sem bætti við:

 „Það þarf að loka þessu máli og senda boð til framtíðarinnar svo þetta gerist síður aftur.“

Hann segir að í málflutningnum í dag verði fjallað um óheiðarlega og ómálefnalega málsmeðferð auk sönnunarmats. Oddgeir Einarsson, verjandi Sævars Ciesielski, er sama sinnis og segir að dómþolar og aðstandendur þeirra eigi rétt á að horfst verði í augu við staðreyndir.

„Það er algjörlega augljóst að það sem byggt var á á sínum tíma gerðist aldrei og það á að koma skýrt fram í forsendum dóms.“

Ekki er útilokað að Hæstiréttur vísi málinu frá á grunni þess að úrskurður endurupptökunefndar hafi verið ólögmætur en verjendur telja ekki miklar líkur á að svo fari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala