fbpx
Fimmtudagur 18.júlí 2019  |

DV - Frjáls og óháður miðill

Orðið á götunni

Diamond Beach rokkar

Fréttir

Þórarinn segir Svandísi eiga að segja af sér vegna dauða sjúklinga: „Auglýsingar og armbönd gera ekki neitt“

Ritstjórn Eyjunnar
Miðvikudaginn 12. september 2018 10:35

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórarinn Tyrfingsson, fyrrverandi formaður SÁÁ og yfirlæknir á Vogi, segir að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra eigi að segja af sér vegna þess fjölda fólks sem hefur látist undanfarið vegna neyslu fíkniefna. Hann segir að hún sinni ekki vandamálinu sem hafi þær afleiðingar að fólk deyi í hrönnum.

Þórarinn var í viðtali á útvarpsstöðinni K100 í morgun þar sem hann lét þess orð falla. „Flestar tölur síðustu 2 árin eru mjög slæmar […] Aukningin er mest hjá þeim sem eru á milli 30 og 40 ára,“ segir Þórarinn en það sem af er ári hafi 27 manns undir 40 ára aldri látist af völdum fíkniefna.

Þórarinn segir að það eina sem virki sé að draga úr framboði fíkniefna. „Einu og aðalforvarnirnar eru að hækka verðið og að hamla aðgang að vímuefnum.  Það eru einu forvarnirnar sem duga.  Auglýsingar og armbönd gera ekki neitt,“ segir Þórarinn en þar vísar hann í Ég á bara eitt líf armbönd á vegum Minningarsjóðs Einars Darra, en hann lést af völdum fíkniefna.

Þórarinn segir að langir biðlistar valdi dauðsföllum en Svandís viðurkenni ekki tilvist listans: „Heilbrigðisráðherra segir að fólkið á biðlistanum sé ekki til. […] Þegar henni var sagt að það væru 700 manns á biðlista sagði hún að þetta væri ekki biðlisti vegna þess að hann væri ekki búinn til eftir hennar höfði.  En biðlistinn er raunveruleiki. Hún vill ekki taka mark á biðlistanum og vill ekki bregðast við upplýsingum sem liggja fyrir.  Það er að sinna ekki aðkallandi vandamáli og þegar ráðherrar gera það þá eiga þeir að segja af sér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Margir minnast Gests – „Hann bjó yfir persónutöfrum og manngæsku sem er vandfundin“

Margir minnast Gests – „Hann bjó yfir persónutöfrum og manngæsku sem er vandfundin“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Sturlungar minnast Guðmundar – „Fengum við að sjá þennan dreng blómstra“

Sturlungar minnast Guðmundar – „Fengum við að sjá þennan dreng blómstra“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu

Æpandi þögn lögreglu í Bauhaus-málinu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grunur um hættulega veirusýkingu í hundum á Egilsstöðum

Grunur um hættulega veirusýkingu í hundum á Egilsstöðum