fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Fyrrum borgarráðsstarfmaður Lundúna á leið í fangelsi: Dró að sér margar milljónir og fór í frí til Íslands

Auður Ösp
Miðvikudaginn 12. september 2018 16:00

Jenny McDonagh

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

39 ára gömul bresk kona, fyrrum borgarráðsstarfsmaður hjá Lundúnum, á yfir höfði sér minnst þriggja ára fangelsi fyrir þjófnað og peningaþvætti. Umrædd kona, Jenny McDonagh réð yfir styrktarsjóði sem komið var á laggirnar fyrir fórnarlömb Grenfell brunans en tókst að draga að sér háar fjárhæðir til eigin nota.

Var það hlutverk Jenny að dreifa fénu til skjólstæðinga, en upphæðirnar voru á fyrirfram greiddum kreditkortum.

Á rúmlega 11 mánaða tímabili tókst henni að draga að sér andvirði 8,6 milljón króna með því millifæra peningana yfir á eigin reikning.

Peningarnir fóru í veðmál á netinu, heimsóknir á fínar hárgreiðslustofur og máltíðir á dýrum veitingastöðum. Þá nýtti hún féð óspart til að fara í ferðalög og heimsótti Los Angeles, Dubai og síðast en ekki síst, til Íslands.

Jenny var handtekin í byrjun ágúst síðastliðnum en var sleppt að loknum yfirheyrslum. Tveimur dögum síðar tókst henni aftur að millifæra pening af einu kortanna. Hún var handtekin í annað sinn þann 29. ágúst. Í lok ágúst síðastliðinn mætti hún fyrir rétt í Westminster og játaði sig seka um þjófnað og peningaþvætti.

Við fyrirtöku málsins kallaði saksóknarinn Jenny „raðsvikara sem lifir langt yfir efni fram og hefur litla sem enga stjórn á eyðslu sinni.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala