fbpx
Föstudagur 19.apríl 2024
Fréttir

Ölvaður erlendur ferðamaður gómaður á rúmlega 150 kílómetra hraða

Ritstjórn DV
Mánudaginn 10. september 2018 13:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ökumaður sem mældist á 151 kílómetra hraða á Reykjanesbraut í nótt, þar sem hámarkshraði er 90 kílómetrar á klukkustund,  var jafnframt grunaður um ölvunarakstur.

Í skeyti frá lögreglunni á Suðurnesjum kemur fram að þarna hafi verið um að ræða erlendan ferðamann. Hann var handtekinn og færður á lögreglustöð til sýna- og skýrslutöku og var frjáls ferða sinna að því loknu.

Annar ökumaður var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða eftir að lögreglan á Suðurnesjum hafði mælt bifreið hans á ríflega tvöföldum hámarkshraða, eða á 71 kílómetra hraða þar sem hámarkshraði er 30 kílómetrar á klukkustund.

Fáeinir ökumenn til viðbótar voru kærðir fyrir hraðakstur um helgina. Einn til viðbótar ók án þess að hafa öðlast ökuréttindi.

Þá voru nokkrir ökumenn teknir úr umferð vegna gruns um vímuefnaakstur og skráningarnúmer fjarlægð af bifreiðum sem voru óskoðaðar eða ótryggðar í umferðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom

Hvað má barnið heita? – Herkúles en ekki Boom
Fréttir
Í gær

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala

Stefnir í miklar úrbætur á stöðu leigjenda á Íslandi – Þetta eru helstu skyldurnar sem munu falla á herðar leigusala