fbpx
Miðvikudagur 24.apríl 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Margrét réðst í ölæði að Semu Erlu: Ætlar að hætta að drekka – Sema kærir – „Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 8. ágúst 2018 22:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margrét Friðriksdóttir greinir frá því á Stjórnmálaspjallinu á Facebook, sem hún stýrir, að hún hafi ráðist að Semu Erlu Serdar fyrir utan veitingastað á Grensásvegi. Kveðst Margrét ætla að hætta neyslu áfengis eftir árásina.

Margrét birtir á Stjórnmálaspjallinu sína upplifun af árásinni. DV náði einnig tali af Semu Erlu sem segir frásögn Margrétar ekki standast skoðun. Sema rekur atburðarásina einnig á Facebook og ætlar að leggja fram kæru hjá lögreglu. Lýsing Margrétar á atburðarásinni er með þessum hætti. Kveðst Margrét hafa gaman af því að spila pool. Hún hafi ekki getað farið á Ölver þar sem hún er í banni og hefur verið í nokkur ár. Samkvæmt heimildum DV er það vegna annars atviks þar sem Margrét var undir áhrifum áfengis og lét ófriðlega. Margrét segist því hafa sett stefnuna á veitingastað á Grensásvegi sem faðir Semu rekur. Segist hún þar hafa hitt mann sem hafi greint henni frá því að vinur Semu sem starfar á Ölver hefði séð til þess að hún hefði ekki mátt stíga fæti inn á staðinn síðstu þrjú ár.Vill Margrét meina að þessi sami maður hafi greint henni frá því að Sema ætti að vera dreifa ýmsum lygasögum um hana. Margrét segir:

„En svo stuttu síðar kemur starfsmaður þarna á staðnum og segir mér að Sema sé á leiðinni þarna með fólk með sér og ég verði að koma mér út samstundis með unnusta mínum, ég varð hissa og spurði hvers vegna og þá sagði hann ég vil bara engin vandræði ég er að fara hætta hér um mánaðamótin og vil ekki missa vinnuna.“

Þá vill Margrét meina að henni hafi verið gert að yfirgefa staðinn á Grensásvegi vegna þess að Sema væri á leið þangað ásamt vinum sínum.

„ … við fórum samt sem áður fyrir utan staðinn að gera okkur tilbúin til heimfarar en þá birtist Sema þarna með sínu liði og í reiði minni og ölæði þá ýtti ég við henni, þó ekki fast á leiðinni inn og kallaði hana illa innrætta manneskju sem væri að haga sér eins og norn, ég hefði ekkert gert henni, þá dró unnusti minn mig til baka og við gengum svo heim.“

Kveðst Margrét hafa liðið illa yfir því að hrinda Semu og bætir við að hún hafi sent Semu afsökunarbeiðni daginn eftir. Líkt og sjá má er afsökunarbeiðnin einnig full af ásökunum. Margrét hefur nú ákveðið að setja tappann í flöskuna.

„Ég vil svo láta koma fram að ég hætti að drekka í nokkurn tíma og leið mjög vel á meðan, hef nú ákveðið að snúa aftur til þess góða lífernis þar sem öl er böl, alcholoismi er ríkur í minni fjölskyldu og lést faðir minn af völdum sjúkdómsins blessuð sé minning hans.“

Fjórum sinnum ekið undir áhrifum

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Margrét hefur lent í vandræðum vegna áfengis. Í febrúar 2007 var Margrét dæmd í þriggja mánaða fangelsi fyrir að aka undir áhrifum áfengis. Í dómi Hæstaréttar kom fram að Margrét var þá dæmd fyrir að aka í fjórða sinn undir áhrifum áfengis. Var hún svipt ökuréttindum ævilangt. Margrét vildi meina að hún hefði einungis drukkið tvo pilsnera, ekki náð sambandi við leigubílastöð, verið svöng og „því tekið sénsinn.“ Í dómnum segir enn fremur um þetta atvik:

„Á leiðinni hafi hún komið við á Select, en lögreglan beðið eftir henni fyrir utan. Ekkert áfengi hafi mælst er hún blés í blöðru hjá lögreglu, en þar sem hún hafi verið próflaus hafi þeir farið með hana á lögreglustöð. Hafi ákærða talið að þeir ætluðu að taka skýrslu af henni vegna þess. Handtakan hafi verið harkaleg, hún hafi reiðst og spurt hvað gæfi lögreglunni rétt til að ráðast á fólk að tilefnislausu. Hún kvað ranglega eftir sér haft í framburðarskýrslu að hún hefði drukkið áfengi. Hún hafi sagt að hún hefði drukkið pilsner, en varðstjóri svarað að þeir kölluðu það áfengi. Eftir skýrslutökuna hafi hún fengið að fara heim. Henni hafi verið sagt að eitthvert áfengi hefði mælst í öndunarprófi, en ekki fengið uppgefið hversu mikið. Ákærða sagði að sér hafi ekki verið gefinn kostur á verjanda, eða gefin skýrslan til undirritunar. Í frumskýrslunni segir: „Við tjáðum henni ekki einnig að henni bæri ekki skylda til að tjá sig um brotið og að hún hefði rétt á aðstoð verjanda. Ákærða sagðist ekki minnast þess að hafa verið færð í blóðtöku.“ Mældist vínandi í blóði Margrétar þá 1,98 en refsivert er að vera yfir 1,2.

Á að elska óvini sína

Á Stjórnmálaspjallinu tekur Margrét fram að Sema Erla hafi ekki svarað afsökunarbeiðni hennar en bætir við að mikilvægt sé að vera heiðarlegur. Margrét segir: Best að taka fram að Sema Erla hefur ekki svarað afsökunarbeiðni minni, enn ég bjóst ekkert sérstaklega við því heldur, mikilvægast finnst mér að koma hreint fram og vera heiðarlegur við Guð og sjálfan sig.

„Maður á að elska óvini sína ekki satt.“

Vitni segir Margréti fara frjálslega með staðreyndir

Einn heimildarmanna DV hefur þó aðra sögu að segja. Er Margrét sökuð um að ausa svívirðingum yfir Semu og vini hennar. Segir eitt vitnið að Margrét hafi sagt að kærasti hennar væri með svarta beltið í karate og myndi lúskra á þeim öllum. Þessar hótanir hafi Margrét ítrekað endurtekið. Þá segir eitt vitni að Margrét hafi kýlt en ekki ýtt Semu Erlu og í kjölfarið öskrað úr sér lifur og lungu og blótað Semu í sand og ösku. Það sem sé rétt í yfirlýsingu Margrétar sé að kærasti hennar hafi haldið henni og dregið hana í burtu.

Frásögn Semu

Sema Erla birtir sína hlið á kvöldinu örlagaríka frá 5. ágúst á Facebook-síðu sinni. Þar segir Sema:

„Eftir að hafa verið með matarboð fyrir hluta af fjölskyldu minni heima hjá mér ákvað ég að hitta vini mína á bar sem faðir minn á og rekur á Grensásveginum til þess að spila pool, eins og ég geri stundum. Þegar ég var á leiðinni reyndi vinur minn að hringja í mig og vara mig við því að Margrét Friðriksdóttir væri á barnum, væri búin að ganga á milli fólks á mjög ögrandi hátt og hóta því og væri búin að tilkynna öllum þar inni, ítrekað, að hún ætlaði að drepa mig. Hún var vinsamlegast beðin um að yfirgefa barinn af þeim ástæðum en hún neitaði að fara, sagðist ætla að bíða eftir mér, svo hún gæti drepið mig. Að lokum yfirgaf hún barinn og sagðist „bara bíða úti.“ Hún ákvað semsagt að sitja um mig.“

Sema bætir við að þegar hún hafi mætt á barinn hafi Sema Erla staðið þar fyrir utan.

„Það hvarflaði hins vegar ekki að mér í eina sekúndu að fara ekki út úr bílnum og inn á barinn, enda ekki nokkur manneskja sem myndi hræða mig frá því að gera það sem ég vil gera. Ég verð þó að viðurkenna að ég átti ekki von á því sem gerðist næst.“

Sema Erla heldur áfram:

„Ég var varla komin út úr bílnum hjá yngri systur minni sem skutlaði mér – og varð því miður vitni að öllu – þegar hún hóf að ausa yfir mig hrikalegum svívirðingum sem ég ætla ekki að endurtaka hér. Hún reyndi ítrekað að komast framhjá vini sínum sem reyndi að halda aftur af henni á meðan hún öskraði og ögraði. Hún endurtók ítrekað að hún ætlaði að drepa mig og náði að komast í það mikið návígi við mig að hún náði að kýla mig í öxlina. Svívirðingarnar og morðhótanirnar og tilraunir hennar til þess að ráðast á mig stóðu yfir í nokkrar mínútur. Ég sagði ekki orð allan tímann og ýtti henni einungis frá mér þegar hún komst svo nálægt mér að kýla mig. Enda myndi mér aldrei detta í hug að beita einhvern ofbeldi. Ég myndi heldur aldrei hóta fólki lífláti, sitja um það og ráðast á það fyrir það eitt að vera ósammála mínum pólitísku skoðunum og viðhorfum til lífsins.“

Þá segir Sema Erla að hegðun Margrétar megi rekja til þess fyrir hvað Sema Erla stendur. Þá segir hún lýsingu Margrétar af atvikinu vera ósanna.

„Ég hafði ekki hugsað mér að segja frá þessu opinberlega. Alvarlegir hlutir eins og þessir eiga að fara hina einu réttu leið og það er í gegnum yfirvaldið. Ég á pantaðan tíma hjá lögreglunni þar sem ég mun kæra þessa árás og morðhótanir Margrétar og það eru fjölmörg vitni sem munu staðfesta allt sem ég hef skrifað hér. Við erum komin á hættulegan stað sem samfélag þegar einstaklingar eru farnir að ráðast á og hóta öðrum einstaklingum lífláti vegna pólitískra skoðana þeirra. Það er óásættanlegt og það á aldrei að líðast. Aldrei.

Hatrið mun aldrei sigra. Öfgarnar mega aldrei sigra.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“

Deilur fyrrverandi og núverandi maka setja Íslendingasamfélagið í Danmörku á hliðina – „Þvílíkur viðbjóður sem fólk er“
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar

Segir Kristjáni Þór til syndanna: „Svei þér Kristján Þór, svei þér“ – Sakar stjórnvöld um alvarlegar blekkingar
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt

Margir ökumenn handteknir á höfuðborgarsvæðinu í nótt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“

Lögreglan leitar að skemmdarvargi: „Í morgun blasti þessi sjón við honum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Atli Heimir er látinn

Atli Heimir er látinn
Fyrir 4 dögum

Sleppa við ábyrgð

Sleppa við ábyrgð
Fyrir 4 dögum

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?

Spurning vikunnar: Á að banna nagladekk?