fbpx
Laugardagur 23.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Matgæðingar segja hryllingssögur af verstu veitingastöðum Reykjavíkur: „Ég vann þar. Treystið mér. Ekki fara þangað.”

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. ágúst 2018 10:29

Samsett mynd/Wikimedia commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðbrögðin stóðu ekki á sér í gær þegar Davíð nokkur spurði innan Facebook-hópsins Matartips hver væri versti veitingastaðurinn í Reykjavík. Nú, um fjórtán tímum síðar, eru komnar þrjú hundruð athugasemdir og má vel segja að matgæðingar Íslands séu nokkuð samstíga um hvað séu verstu veitingastaðir höfuðborgarinnar. Ríflega þrjátíu þúsund manns eru meðlimir í hópnum sem lýst er sem stærsta matarklúbbi Íslands.

Fjöldi staða eru nefndir í þræðinum en nokkrir þó áberandi oft. Enginn slær þó út Ruby Tuesday en hann er nefndur á nafn tæplega tuttugu sinnum. Sá sem kemst næst honum í er O´Learys í Smáralind en sá staður er nefndur tæplega tíu sinnum. Ítalía á Laugavegi, Rossopomodoro, Hard Rock  og American Style eru nefndir oftar en einu sinni.

Ruby rifinn í sundur

Líkt og fyrr segir þá er veitingastaðurinn Ruby Tuesday nefndur áberandi oft. „Ruby Tuesday í miðbænum er hellaður staður,“ skrifar einn og þá segir annar: „Ég fékk mér steik þar sem smakkaðist eins og jógadýna.“

Annar lýsir upplifun sinni af Ruby Tuesday í Skipholti. „Fékk pastarétt á Skipholtinu, engin sósa og var köld, augnaráðið á þjóninum er ég kvartaði var eins og ég væri fara drepa kokkinn með gaflinum. Upp á Höfða fékk ég mér hamborgara sem kom bæði well done og kaldur, bað um medium rare. Fékk bara skæting og leiðindi. Fer aldrei aftur á RB,“ skrifar sá maður.

Ein kona segir um Ruby Tuesday: „Seinasta skiptið sem ég for þangað fekk ég mer quesadilla og avocado með, nema það var svo hart að ég gat ekki stungið gafli í gegn og það skoppaði um á borðinu eins og skopparabolti.“

Einn ungur hefur einungis þetta um Ruby Tuesday að segja: „Ruby Tuesday. Ég vann þar. Treystið mér. Ekki fara þangað.“ Kona nokkur skrifar athugasemd við það og segir: „Síðast þegar ég fór, sem var fyrir þónokkuð mörgum árum, þá var brauðið myglað.“ Maðurinn segir það ekki koma sér á óvart. Annar fyrrverandi starfsmaður, að eigin sögn, tekur undir þetta og skrifar: „Vann á Ruby Tuesday og þessi staður er alveg efni í tvöfaldan Kitchen Nightmares þátt.“

Ósáttir með O´Learys

Sá staður sem vermir annað sætið í þessari vafasömu keppni er O´Learys í Smáralind en sá staður er nefndur næst oftast. „Fór tvisvar á O´Learys Smáralind og mun aldrei borða þar aftur þó að einhver hafi sagt að hamborgararnir væru ekki lengur kjötfars og nachosið ekki úr pappír,“ segir einn um staðinn.

Annar var ósáttur við þjónustuna þar: „Erlendur þjónn setti upp svip af því við fundum ekki á okkur að hann væri útlendingur og talaði enga íslensku. Svo tókst þeim að framreiða harðsteiktan og gjörsamlega óætan fisk sem ég hélt að væri ekki hægt þegar íslenskur fiskur er annars vegar.“

Sá þriðji segir: „Óætt nachos og óætir laukhringir. Yup þeir klúðruðu laukhringjunum“

American Style fær líka á baukinn hjá matgæðingum, þó rétt sé að taka fram að talvert færri nefna aðra staði en Ruby Tuesday og O´Learys. Einn segir þetta um American Style: „American style Tryggvagötu. Fengum borgaranna grillaða öðrum megin og það var límmiðastrikamerki inní öðrum borgaranum. Við gátum ekki fengið endurgreitt.“ Annar segir: „Kaldir hráir og blóðugir hamborgarar. Rétt orðnir þiðnir að utan.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest

Sífellt fleiri lík finnast á Mount Everest
FréttirPressan
Í gær

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika

Morðingi Aleshu játar brot sín: Sýnir mörg einkenni um andfélagslegan persónuleika
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“

Steinþór bakari hjólar í Þórarin í IKEA: „Um leið og gagnrýninni sleppir taka við sögur af eigin afrekum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna

Ríkið gæti þurft að greiða milljarða í bætur vegna Guðmundar- og Geirfinnsmálanna