fbpx
Sunnudagur 24.mars 2019

DV - Frjáls og óháður miðill

Fréttir

Hrottafull sýnishorn úr ofbeldismyndum eyðilögðu sýningu á Mamma Mia fyrir barni: Þurfti að fara með dóttur sína heim í hléi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 3. ágúst 2018 23:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sá helminginn af nýju Mamma Mia-myndinni áðan í Laugarásbíói. Dóttirin krafðist þess að fara í hléinu því hún var enn hrædd eftir sýnishornin úr ofbeldismyndum á undan Mamma Mia,“ segir Erla Hlynsdóttir, framkvæmdastjóri Pírata og áður nafntogaður blaðamaður, en hrottafull sýnishorn úr væntanlegum kvikmyndum eyðilögðu bíóferð mæðgnanna. Á undan myndinni voru meðal annars sýnd sýnishorn úr kvikmyndinni Mile22 með Mark Wahlberg í aðalhlutverki en eins og sjá má í spilaranum hér fyrir neðan fréttina eru mjög ofbeldisfull atriði í stiklunni sem er engan veginn við hæfi 8 ára barns.

Erla skrifar um þetta á Facebook-síðu sinni:

„Fórum meira að segja fram þegar skotárásir og sprengjur stóðu sem hæst í sýnishornunum og þá sagði ég líka starfsfólkinu að barnið væri dauðhrætt út af því það væri verið að sýna úr augljóslega bönnuðum myndum. Svarið sem ég fékk: Já, en Mamma Mia er rosa skemmtileg!“

Sýningin á Mamma Mia sem þær mæðgur fóru á var kl. 17:20 í Laugarásbíó á föstudaginn. Erla segir í stuttu spjalli við DV:

„Þegar við fórum út gaf ég mig aftur á tal við starfsfólk og bað það um að koma því til skila til sinna yfirmanna að barn hefði þurft að fara í miðri bíósýningu því það væri enn svo óttaslegið eftir sýnishornin á undan myndinni. Mér fannst þessi tilmæli mín ekki vera tekin mjög alvarlega.“

Myndir bannaðar börnum en þeim síðan sýnd ljót atriði úr þeim

Erla hvetur þá sem hafa lent í viðlíka að senda tölvupóst og netfang Kvikmyndaskoðunar, kvikmyndaskodun@fsk.is. Félag rétthafa í sjónvarps- og kvikmyndaiðnaði rekur stofnunina Kvikmyndaskoðun sem metur innihald kvikmynda, sjónvarpsefnis og tölvuleikja með ábendingar um aldurstakmörk í huga og veitir leiðbeinandi merkingar þar um. Flokkarnir eru eftirtaldir: Mynd leyfð öllum aldurshópum, mynd ekki við hæfi yngri en 6 ára, mynd ekki við hæfi yngri en 9 ára, yngri en 12 ára, 16 ára og 18 ára.

Nánar má lesa um starfsemina á vefnum kvikmyndaskodun.is.

Oft eru gerðar kynningarstiklur úr myndum með aldursmark sem eru leyfðar öllum aldurshópum. Ljóst er að kvikmyndahúsin gæta þess ekki ávallt að sýna eingöngu slíkar mjúkar kynningarstiklar á undan sýningum mynda þar sem ekki er aldurstakmark. Það er til lítils að banna mynd börnum og sýna þeim síðan jafnvel verstu atriðin úr henni í kynningu á undan sýningu myndar án aldurstakmarks.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Ekki missa af

Fréttir
Í gær

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“

Gunnar Smári : „Það þarf ekki að skammta plássið á Netinu, það er nóg pláss fyrir alla.“
Fréttir
Í gær

Bátur strandaður á Jökulfjörðum

Bátur strandaður á Jökulfjörðum
Fréttir
Í gær

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum

Erlendar bókunarþjónustur beita íslenska gististaði refsingum ef þeir fara ekki eftir reglum
Fréttir
Í gær

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili

Birgir hrökk í kút: Beinbrotinn ástvinur með alzheimer beið í 7 mánuði eftir vistun á hjúkrunarheimili
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein

Hnefaleikakappi safnar fyrir Fanneyju sem berst við alvarlegt krabbamein
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“

Örpistill Kára vekur athygli: „Annaðhvort er maðurinn ljósárum á undan öllum í gáfum eða eitthvað er byrjað að gefa sig“